Já, ætli þessari spurningu hafi ekki oft verið varpað fram, og hér kemur hún aftur!

(Ég set mín svör inná)

Hvað leikir eru uppáhalds, og afhverju?

Uppáhalds Fyrstu Persónu Skotleikur? Call of Duty, því að ég spilaði hann hrikalega mikið og mér finnst hann einfaldlega einn besti FPS sem hefur verið gerður.

Uppáhalds Þriðju Persónu Skotleikur? Gears of War, bara ge-eðveikur leikur, grafíkin og gameplayið.

Uppáhalds RPG (Role-Playing-Game)? The Elder Scrolls IV: Oblivion. Hef ekki verið mikið inní þessum RPG leikjum (nema þú teljir leiki eins og Commandos með), en þegar ég spilaði þennan varð ég alveg agndofa yfir öllu sem maður gat gert í þessum leik.

Uppáhalds Bílaleikur? Need For Speed Carbon, finnst hann bara svo vel gerður, gott að stýra í honum, grafíkin er svosem ekkert slæm heldur.

Uppáhalds RTS (Real-Time-Strategy)? Company of Heroes/Dawn of War trílógían. Verð bara að segja, að THQ og Relic eru búnir að standa sig allsvakalega vel í sambandi við þessa leiki. Grafíkin í Company of Heroes, það að maður þurfi að vera svona tactical, ég er bara ástfanginn. Dawn of War leikjaserían er líka alveg geðveik finnst mér, allsvakalega gaman að LANa í honum, og single playerið er líka mjög skemmtilegt finnst mér.

Uppáhalds MMO ? Ætlu ég verði ekki að segja World of Warcraft, eini sem ég hef spilað og ég var sjúklega háður honum. (Spila ekki lengur)

Uppáhalds Sportleikur ? NBA Live serían, einfaldlega því að ég hef alltaf fílað körfubolta, og hann var spilaður mikið með vinunum.

Uppáhalds Slagsmálaleikur ? Tekken leikirnir, einfaldlega því að ég spilað þá svo mikið með vinunum þegar ég átti PS2.

Uppáhalds Sandkassaleikur (leikir eins og GTA, Saint's Row og þannig) ? Algjörlega Grand Theft Auto, allir leikirnir, hef átt alla og var gjörsamlega in love =), en Saint's Row kemur líka sterkur inn.

Ef það vantar category, endilega segja það.