Ég er aðalega að spá í þessu vegna þess að ég er mikið í bilaleikjum í bæði PS2 og PC og ætlaði að fara fjárfesta í stýri um daginn.
Var búinn að finna mér speedlink leður stýri 4in1 en það var því miður uppselt.
Það átti að vera hægt að tengja það í PC, PS2, X-box og fl.
Svo var náungi að benda mér á að hægt væri að kaupa millistykki til að vera með ps2 stýripinna í PC og það á víst að vera hægt að kaupa það í Elko.
Okí, þá var ég að spá í hvort ég ætti að kaupa mér Logitec GP stýrið fyrir PS2 sem mig langar í og svo líka þetta millistykki svo ég gæti líka notað það í PC.
Hefur einhver prófað þetta? Virkar þetta fínt eða er þetta bara rugl? Virkar Force feedback og allt það dæmi.
please ekki fara rugla að ég eigi ekki að kaupa mér stýri og allt það, ég hef prófað stýri og veit vesenið í kringum uppsetninguna á því og ég ætla að kaupa mér stýri.
Spurningin er hvort þetta millistykki sé sniðugt, hvort þetta virki almennilega að vera með ps2 stýri í PC?