Hæ hæ
Hvenær kemur þessi leikur?
ég veit hann er barnalegur en sagan og final fantasy gaurarnir í honum eru snilld. Mætti alveg sleppa öllu fkn Disney drasninu í þessum leik.
Square-Enix í Evrópu hafa sagt frá því að framhaldið af hinum vinsæla leik Kingdom Hearts sé á leiðinni til Evrópu, en stefnt er að því að gefa leikinn út á þriðja ársfjórðungi, það er að segja á milli byrjunar júlí og loka september. Leikurinn, sem kom út í Japan í desember og vestanhafs í mars, hefur selst í milljónum eintaka.
Leikurinn segir sögu af stráknum Sora og ferðalögum hans um hina ýmsu heima Disney teiknimyndanna ásamt Andrési Önd og Guffa. Yfir 100 persónur úr hinum ýmsu Disney myndum láta sjá sig í leikjunum og heimsækir spilandinn marga þekkta staði. Í Kingdom Hearts II er búið að bæta við nýjum heimum byggðum á Steamboat Willie, Tron, Mulan, Pirates of the Caribbean, Lion King og Beauty of the Beast, með nýjum persónum úr sömu heimum. Sagan í leiknum gerist eftir atburði Kingdom Hearts og Kingdom Hearts: Chain of Memories.