Alpha Centauri er ögn eldri leikur, getur fengið hann fyrir >1000 kall í búð, hann er líka svona grand strategy leikur, en er með dáldið öðruvísi söguþráð, hann nefnilega gerist í framhaldi af þegar maður sendir geimskip til alpha centauri í CIVII (eða III). Semsagt maður er að byggja upp ókunna plánetu. Söguþráðurinn er samt ögn flóknari en það, því að á leiðinni til Centauri sólkerfisins verður bilun í skipinu, neyðarástand skapast, og áhöfnin/landnemarnir sundrast í 7 mismunandi flokka, ekki eftir þjóðerni, heldur hugmyndafræði og hvernig þeim finnst að nýji heimurinn skuli verða. Þannig eru ‘the Spartans’ mjög militarískir, vilja komast af með járnaga, ‘the Believers’ eru heittrúaðir og sjá nýju Plánetuna sem þeirra séns á að skapa Paradís, ‘the Morganites’ eru kapítalistar dauðans, hyggjast iðnvæða allt pleisið og auðgast, hvað sem líður umhverfisskaða etc. Síðan eru hugmyndafræðilegir óvinir þeirra ‘the Gaians’, hópur sem vill lifa í sátt og friði við hið nýja umhverfi, og endurtaka ekki umhverfisslys Jarðarinnar. Síðan kemur ‘the University’, vísindateymið, sem vill að Plánetan verði grundvöllur fyrir óhindraða rannsóknarstarfsemi, óháða gömlum siðalögmálum etc. Ennfremur eru síðan ‘the Peacekeepers’, sem eru fulltrúar hinna gömlu gilda U.N. sem upprunalega sendu geimferðina af stað. Þeir vilja reyna sameina landnemana á ný, byggja brýr yfir hugmyndafræðilega ágreininga, með lýðræði að leiðarljósi. Að lokum ber síðan að nefna ‘the Human Hive’, erkióvini Peacekeepers, þeir vilja koma á fót mannlegu mauraþúfusamfélagi, þar sem einstaklingurinn er einskis virði í alræðisfyrirkomulagi.
Áttundi leikmaður er í raun til staðar í leiknum, þar sem eru lífform sjálfrar plánetunnar. Í fyrstu virkar það sambærilegt við barbarana úr CIV leikjunum, en undir lokin skiptir umgengnin við Plánetu miklu máli, og að ná saman við hana er í raun ein leið til að sigra…
Anyways, það sem er gott við þennan leik er:
-Mjög vel úthugsaðar ‘þjóðir’, allir með mjög ákveðna plúsa og mínusa sem gera þá afar ólíka í meðförum.
-Mjög frumlegt og skemmtilegt kerfi um her-units, í staðinn fyrir hina og þessa kalla, hannar maður sjálfur það sem maður vill, eftir að vísindarannsóknir hafa svipt hulunni af íhlutunum. Þ.e. þegar vísindin finna upp nýja tækni uppgötvast oft ný og öflugri tegund af vopni eða brynju eða grunnbyggingu (fótgönguliðar,léttir hertrukkar,þyrlur,þotur etc) um leið. Þá getur maður farið að setja saman stuff!
-Mjög gott kerfi til samskipta, bæði við aðra leiðtoga, en ekki síst í hinu skemmtilega Plánetuþingi, sem maður getur kallað saman þegar maður hefur fundið alla leikmenn. Þar er hægt að kjósa einskonar þingforseta (sem fær dálitla bónusa), en einnig er síðan hægt að leggja fram ýmsar tillögur, t.d. um að auka/minnka gróðurhúsaáhrif, gera alþjóðlega verslunarsamninga, mannréttindasattmála etc
-Þessi leikur er með mjög vel úthugsaða framtíðar sci-fi hugsun, mjög intellectual…
Það slæma er síðan bara grafíkin, og að hann er jú orðinn ögn gamall