Rome: Total War finnst mér líkjast honum svoldið. Maður er að byggja risastórar borgir og getur tekið yfir borgir frá Spán, Villimönnum, Egyptalandi, Grikklandi og fullt, fullt af öðrum. Örrugglega þrefalt fleiri heldur en ég var að telja hér upp. Svo getur maður stjórnað RISASTÓRUM orrustum með meira en 3000 manns á skjánum á sama tíma alla að skella saman og slást. Það eru líka endalausir möguleikar í honum. Maður þarf að taka yfir svæði og borgir fyrir Rómaveldi og seinna í leiknum tekur maður yfir Róm og verður keisari. Maður þarf að ráðast á risastórar borgir með stórum turnum eins og voru í Return of the King þegar þeir voru að ráðast á Minas Tirith. Maður notar líka stiga eins og í Two Towers og svo stór Catapult sem að slengja steinum að veggjunum. Maður þarf að byggja upp hæfileika Hershöfðingjanna og Borgarstjórnendanna og fullt fullt fullt fleira. Ég gæti talið endalaust upp hluti sem að er hægt að gera í þessu. Samt er bara hægt að fara í Herferðir (Campaigns) með þremur Rómafjölskyldum sem að enginn munur er á og svo Grikkjum og Villimönnum. Samt er smá munur á Rómafjölskyldunum en ekki í byggingum og hermönnum heldur bara markmið þeirra og allskonar.