Þá er það bara að skrifa um snilldina Doom 3 en ég keypti mér hann um leið og han kom út. Ég er búinn að vera á mörkunum á að skíta á mig úr hræðslu á köflum enda er þetta þvílíkt hraður og hryllilegur Sci fi-horror leikur. Hann minnir mig dálítið á Bíómyndina Event Horizon og spilun hans minnir mjög á Half-Life. Það væri helvíti gaman að fá áhugamál hérna á Huga um Doom 3 enda er þetta tímamótaleikur! Ég er í því að klára hann og verð að segja að þennan leik ættu allir að spila því að flestir aðrir svona leikir hafa ekki tærnar þar sem Doom 3 hefur hælanna. Það væri snilld ef að fólk færi að spila Doom í gegnum netið enda er örugglega ekki leiðinlegt að spila þennan þvílíkt spennandi leik með vinum sínum og fengið sálfræðilega hjálp frá þeim um leiðinni og maður fer í gegnum þennan leik :Þ
en bara gaman að því allir að fá sér Doom 3 og spila í gegnum netið það væri örugglega frábært!!!
p.s. mér finnst hann betri en counter strike þannig ef einhverjum öðrum finnst það þá má hann alveg gefa það í skyn.
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA