Ég er í FarCry og er kominn á stað þar sem að ég á að bjarga Valerie. Ég kveiki á einhverju vatnsdæmi og það flæðir vatn inn í risastórt herbergi og ég syndi upp að þakinu og fer inn í loftræstikerfið og svo kem ég út einhversstaðar og fyrir horn kemur svona stórt og feitt skrímsli með bazúku og ég drep það og svo hleyp ég áfram og það eru 2 skrímsli sem að hoppa á mann inn í herbergi sem að lítur út eins og skrifstofa. Þegar skrímslin eru dauð fer ég inn í annað herbergi þar sem að Val er með haglabyssu í hendinni en ekkert gerist. Ég kemst ekki út um neinar dyr. Val segir ekkert nema eitthvað ,,Come here you bastards“ eitthvað við skrímslin en það eru engin skrímsli. Það eru aðrar´dyr í þessu herbergi en þær eru læstar.
Mission objective dótið segir bara ”Save Val" og ekkert meira og ég kemst ekkert og get ekkert gert. Veit einhver hvað ég á að gera.