Mig langaði að reyna að vekja athyggli Íslendinga á leiknum Americas Army Operations eða AA:O. Leikurinn er búinn að vera til í rúm tvö ár og á stóran aðdáendahóp um allan heim. Yfir 3 miljónir manna hafa skráð sig til spilunar þegar þetta er ritað. Ég sjálfur er búinn að spila leikinn í meira en eitt og hálft ár og hef ég aðeins hitt fyrir 3 aðra Íslendinga allan þann tíma og var einn af þeim staðsettur í Bandaríkjunum. Þetta er leikur sem er framleiddur fyrir og undir handleiðslu bandaríkjahers og er ættlaður sem kynningar tól og “recruiting tool” fyrir herinn og framtíðar hermenn. Hann er byggður á “The UnReal engin” leikjavélinni og er stöðugt í þróunn. Framleiðendurnir hafa leitast við að gera leikinn sem raunverulegastan í alla staði eftir því sem nútíma tölvur leifa, og notast þeir við víðtæka þekkingu bandaríska hersins við það. Núverandi staðsettning leikjaframleiðslunar er í Fort Ord í Kaliforníu. leikurinn er ættlaður til að kvetja til sem mestrar samvinnu leikenda á hverju borði fyrir sig en með mikilli þjálfun er hægt að verða 1337 spilari og hlaupa um allt og drepa allt kvikt eins og Rambó. Hægt er að keppa í leiknum á Teamwarfareleague.com í ladder eða league allt frá 2 manna up í 8 manna lið, einnig eru fleirri deildir en ég kann ekki skil á þeim(eru minni spámenn). Leikurinn er fólki algerlega að kostnaðarlausu fyrir utan niðurhal af vefnum(download). Hver leikmaður þarf að byrja á að fara í gegnum grunnþjálfun áður en lagt er af stað í bardaga(þjálfunina gerirðu bara einusinni og vistar niðurstöður hennar í prófílinn þinn) svo að nokkuð ljóst sé að þú valdir grunn atriðum leiksins og einnig til að kynna fyrir almenningi hvernig herinn starfar. Grunnþjálfunin er notkun á m16 árásar-rifflum, m16-203 sem þýðir að m16 riffillinn er með áfastri sprengi vörpu(grenadelauncher), m249-SAW(200 skota vélbyssa sem dregur yfir 1 kílómeter, SAW stendur fyrir Squad automatic wepon),Handsprengjum(Frag-grenades)Flashbangs(notað til að blinda óvin) og reyksprengjum(notað til að hylja ferðir þínar og villa um fyrir óvini). Eftir þessar prófanir/þjálfun getur spilari farið og tengst serverum/vefþjónum og byrjað að spila. Sé skorað nógu hátt í m16 skotfimi prófinu gefst kostur á að fara í skotfimi fyrir lengra komna(advanced markmanceship) eða sniper þjálfun. Þar gefst kostur á að læra að beita m24 og m82 sniper rifflunum og útskrifast sem sniper og eykur það þá möguleika á vopnavali í leiknum. En ef þessi þjálfun er ekki nóg og þorsti er fyrir hendi til að spreyta sig við erfiðari verkefni er hægt að reyna við green berets þjálfun(special forces) og verða einn úr elítuni. Er sú þjálfun mjög krefjandi og getur þurft að eyða miklum tíma í að ljúka henni.Fyrir utan allt þetta er líka hægt að læra að vera vettvangs sjúkraliði(combat-medic) og nota þá þjálfun til að hlúa að félögum þínum á stríðsvellinum. Mjög skemmtilegt og raunverulegt skaðakerfi(damagesystem) er í leiknum sem lýsir sér þannig að ef þú verður fyrir skoti fer þér að blæða og blæðir og verður meira máttvana eftir því sem lengur líður án aðstoðar frá sjúkraliða. Allar stjórnanir og annað er til fyrir myndar í leiknum og tekur ekki langan tíma til að komast inn í hann. Sér vefþjónar eru fyrir þá sem eru styttra komnir í leiknum og eru enn að læra, og hleypa þeir ekki lengra komnum spilurum inn á sig en þar með er ekki sagt að þú getir ekki skellt þér inn á vefþjóna með þeim lengra komnari. Einnig er hægt að komast í tæri við vopn í leiknum sem bandarískir hermenn þurfa oft að kljást við í höndum óvina sinna en þú getur tekið upp vopn óvina þinna eftir að þú eða einhver annar hefur skotið þá. Jæja þetta var nú svona helstu atriði leiksins í þessari upptalningu og læt ég nú staðar numið.
Slóðin á heimasíðu leiksins er www.americasarmy.com og svo er helsta samfélag þessa leiks að finna hér http://aaotracker.4players.de Endilega kíkið á þennan magnaða leik sem hefur að mínu mati farið allt of hljótt um á Íslandi og ekki væri nú verra ef hugi.is gæti sett up niðurhalst tengil fyrir leikinn á þessa mögnuðu síðu :) Kveðja Púki a.k.a. [7th-Cav]Puki004