Næsta febrúar kemur út nýr Bond leikur. Og þeir hafa lofað að hann verði með meiri Bond fíling en hinir leikirnir, sem hafa að mínu mati verið ömurlegir, ömurlegir söguþræðir, og ekkert spennandi við þá, og eru þeir réttara sagt mjög klisjulegir.

Kannski verður næsti leikur betri en ég hef góða hugmynd um hvað þeir ættu að gera… endurskapa Goldeneye. Sá leikur var sá besti sem ég hef spilað, maður gat spilað hann endalaust og aldrei fannst manni hann vera leiðinlegur.

Maður setti svindl á og viti menn, kallarnir löbbuðu hægt og maður gat leikið sér að þeim eða maður gat sett á sprengjuvörpur og svona.

Einnig gat maður keyrt á skriðdreka um götur St. Pétursborg eða barist í lest og barist í frumskógum.

Endurgera þann leik… gera það vel og ég þori að veðja að hann mun seljast meira en allir hinir leikirnir samanlagt.

Snoothe
Snoother