Ég var að tala um mismunandi leiki við gaur um daginn, og fór að hugsa um ‘Magic Carpet’ frá Bullfrog, og datt í hug hversu verulega líkur ‘Red Alert’ hann er.
Væntanlega það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þú last þetta var: “En Macig Carpet er Skotleikur, Red Alert er herkænskuleikur!”
Já víst er svo, en pældu í því:
Maður byrjar á að byggja bækistöð/kastala
Sendir þaðan harvester/balloon
til að ná í ore/mana
og með því fær maður öflugari hermenn/galdra
Stækkar svo stöðina/kastalann með tímanum
Ræðst svo á og rústar stöð/kastala andstæðingsins
og vonar að hann stingi ekki af og byggi nýjan.