Þetta verður stutt, vildi bara segja einhverjum.
Fyrir ég-veit-ekki-hve-löngu síðan fékk ég mér Dungeon Keeper 2. Snilldar leikur. Ég fer í gegnum borðin sem verða auðvitað erfiðari eftir því sem líður á leikinn eins og góðum leik sæmir.
Jæja, svo loks kemur borð þar sem ég á að sigra 4 aðra Keeper-a á frekar litlu svæði. Hér lendi ég í vandræðum, strax og mér tekst að sigra einn (eða 2 mest á góðum degi), kemur sá þriðji og valtar yfir mig.
Hér hætti ég að spila.
Svo líður ár og öld eða fleiri og núna um daginn datt mér í hug að reyna aftur að klára þetta borð. Erfitt var það, en eftir svona 5 tilraunir tekst mér það. Yay. :)
Svo held ég áfram með leikinn… og ja, hérna hér!
Borðin sem á eftir koma eru bara FÁRÁNLEGA auðveld. Ég fer í gegnum hvert borðið á fætur öðru í fyrstu tilraun, og áður en ég veit af er ég kominn á það síðasta. Það gerðist í gær.
Borðið byrjar einhvern veginn svona:
Eftir frekar stuttan tíma er ráðist á mann fjórum sinnum í röð með engu millibili. Til allrar hamingju var ég búinn að búa til Combat Pit og 25 reita hof og kominn með 5 black knights og 2 dark angels sem á öðru-og-þriðja leveli gátu barið niður allt sem á vegi þeirra varð. Meðan ég er að koma dýflissunni í toppstand koma aðrar 4 árásir. Ég fer eftir gögnunum sem hetjurnar komu úr og finn 4 hero-gate og rústa þeim. Nú er ALLS EKKI NEITT sem pirrar þig(Leikmanninn, mig) þangað til að þú vilt verða pirraður með því að ráðast á strongholdið sem er einhvers staðar í norðri þar sem konungurinn er (sem, BTW, drepur 8th level dark angel í 2 höggum(!)).
Þegar ég er kominn heim verð ég bara að klára þetta snöggvast.