Mér datt í hug um daginn að skella mér í gömlu leikina eins og quest for glory, kings quest, larry og space quest. Ég fór á dc++ og fann þá flesta. Svo þegar maður er búinn að setja þá inn og ætlar að spila þá þá virka þeir í svona 50% tilvika og í þau skipti sem þau virka þá er oftast eitthvað að t.d. lyklaborðið, músin, ofl sem ég hef ekki nöfnin einu sinni yfir. Ég kenni bæði tölvunni(1000mZh, 512mb sdram, 80gb harður dikur) um þetta vegna þess að hún er “mjög” góð fyrir þessa leiki og WinXp. Þetta er mjög svekkjandi því þetta eru eitt af skemmtilegsutu leikjum sem hafa verið gerðir. Endilega ef einhverjir hafa lent í sama vandamáli og leyst það þá mega þeir endilega segja mér hvernig þeir gerðu það. En það eru nokkrir ljósir punktar í þessu því að það hafa nokkur smá fyrirtæki tekið sig til og updatað leikina. Eins og flestir vita sem spila Qfg leikina þá var gert remake af Qfg1 og núna er eitt fyirtæki að gera remake af qfg2. Þetta fyrirtæki heitir því skemmtilega nafni Tierra. Þeir hafa líka endurgert Kings Quest 1 og 2. Svo vonar maður að þeir taki mark á e-mailinu mínu og lagi eitthvhað af þessum vandamálum. En hérna er heimasíða Tierra ef einhverjir vilja http://www.tierraentertainment.com/QFG2.php<br><br>I dont know with what weapons WW3 will be fought with but WW4 will be fought with stick and stones
–Einstein–
Ekkert sniðugt hér