Blessaður Zardok
Því miður veit ég það ekki, sambandið við QG2 en það er mjög líklegt að það kemur út næsta ár. Enda er Quest for glory 2 lengri en KQ1 og Kq2. ´Þú getur samt kíkt á smá “screenshot” með því að smella á “Quest for glory 2” remake.
Það tók um eitt ár að endurgera KQ2 vga og Kq1. Þeir byrjuðu fyrst á að gera Royal Quest sem átti að vera grínútgáfa af KQ1 en hættu við að gefa hann út þegar þeir í Tierra Entertainment sáu að það var of mikið af ofbeldi og ljótum orðum í leiknum. Þetta gerðist eftir hið ógurlega hryðjuverk skall á 11.september. Þeir vildu ekki eyðileggja þá vinsældir sem þeir fengu af King Quest 1 VGA.
En þeir ætla samt einhverntíma að gera hann samt um leið og er búið að endurskrifa handritið upp á nýtt að leiknum. En það er bara ekkert öruggt samt hvort það verður gert. Það er líka annarsstaðar verið að gera leikinn King quest 9 og Quest for glory 6. Og svo er nýr Leisure Suit Larry leikur að fara að koma út næsta ár.
Til að finna hvar þessir leikir eru þá smellirðu á “links” á Tierra entertainment vefnum
http://www.Tierraentertainment.com og smellir á eitthvað af þessum linkum (hlekkjum). Allir þessir leikir eru gerðir af aðdáendaklúbbi. Sierra veit af þeim en hikst ekkert ætla gera neitt í málinu svo framar sem leikirnir fer ekki í sölu hjá þeim.
Sierra er löngu hætt að selja ævintýra Quest leikina en þeir fást samt í E-bay í takmörkuðum magni, því miður. En heyrst hefur að Sierra fyrirtækið er til sölu núna. Og bíða Sierra og Tierra spenntir eftir því að einhver kaupi fyrirtækið og fari hugsanlega að endurútgefa alla klassísku leikina.
En eins og þú veist þá eru flestir quest leikirnir orðnir svo gamlir og ósöluhæfir og þess vegna var þörf á því að endurgera þá uppá nýtt.
Geturðu svo að lokum verið svo vænn að benda mér á vefslóðina sem þú fannst af gömlu quest leikjunum. Þeir í Tierra vilja ekki segja mér það af því að það er bannað að nefna slóðina vegna hættu á lögsókn frá Sierra, þú skilur.
Kveðja
Fribbi The Tierra Entertainer.