Að spila Soldier of Fortune 2 multiplayer er góð skemmtun en ekki þegar maður er eilíft að lagga. Ég fer inn á leikjaþjóna sem eru sagðir gefa manni 80 ping í yfirlitinu en ekki bregst að þegar á leikjaþjóninn er komið að pingið rýkur upp í 140-200, þetta veldur vitanlega laggi og möguleikar manns til að drepa andstæðinginn dvína verulega þar sem skot manns virðast oft einfaldlega ekki registerast (skrást). Þetta svo veldur tilheyrandi pirringi og hækkandi blóðþrýstingi. Tek það fram að ég keyri leikina alltaf í allra lægstu stillingum hvað varðar myndgæði o.fl. og er aldrei með msn eða annað prógramm í gangi um leið, búinn að nota Adaware og hreinsa burt allt drasl og geri það reglulega.
Nenni ekki að spila á næturnar til fá mannsæmandi ping enda er það fáránlegt að vera að borga fyrir þessa netþjónustu dýrum dómum þegar hún er ekki síðan ekki að virka nema á næturnar hvað varðar leikjaspilun. Er í lagi þegar maður er bara á msn eða skoða síður á netinu en þegar maður spilar cs, sof2, mohaa eða hvaða annan netleik á erlendum leikjaþjónum þá þarf dls´ið að vera 100%.
Spurning mín er því þessi: Er þetta eðlilegt?! Eru allir aðrir tölvuleikjaspilendur á Íslandi í sömu sporum og ég? Ég veit að það er oft álag á dsl kerfið en þarf þá ekki Síminn einfaldlega að keyra kerfið á fleiri tölvum, serverum, ekki það að ég viti neitt um hvernig þetta virkar hjá þeim.
Tölvan mín er alveg skítsæmileg:
512 dsl, hjá Símanum Internet
Win ME
1200 Mhz, 384k flýtiminni
256MB SDRAM, 133 vinnsluminni
64MB GeForce2 MX
Hef heyrt um “system lag” sem þá væntanlega varðar vinnsluminnið. Myndi nýtt og betra skjákort og vinnsluminni bjarga málunum?
Ef engin lausn er fyrir mig þá neyðist ég til að spila á íslenskum serverum… :(
takk fyri