Sælt veri fólkið.

Ég var að spá í varðandi þá leikjaþjóna sem Síminn Internet er að reka og einnig þá leikjaþjóna sem síminn Internet ætti kannski að athuga að setja upp.

Þar á meðal gætu verið leikir eins og td. IL2 Sturmovik en notendum símans internets er eiginlega gert ókleift að spila hann þar sem helstu leikjaþjónarnir eru að lagga til satans og heim aftur.
Viðskiptavinir Símans Internets eru tilneyddir eins og flestir aðrir að greiða fyrir gagnamagnið erlendis frá.

Væri ekki í lagi að setja upp leikjaþjóna fyrir eitthvað af þeim nýju leikjum sem eru að koma út ? frekar en að hafa bara counterstrike og einhverja leiki sem allar vitsmunaverur eru jú búnar að fá leið á að spila alltaf sömu kortin aftur og aftur og leikurinn farinn að ganga frekar útá að þekkja borðin frekar en hæfni leikmanna ?

Ef ykkur vantar hugmyndir af þeim leikjum sem hægt væri að setja upp servera fyrir þá endilega sendið mér línu og ég skal gefa ykkur nokkrar hugmyndir.

Þetta eru leikir sem eru að fá einhverja þá bestu dóma sem online leikir eru að fá.

http://www.il2sturmovik.com/
http://www.novalog ic.com/games/DFBHD/
http://www.americasarmy.com/