Djöfuls rugl. Fairplay upplýsingarnar eru hreinlega rangar. Meirihluti allra leikja sem eru gefnir út skila ekki hagnaði í kassann, og kostnaður fyrir 2-3 ára hönnunartíma af 20-30 manna fyrirtæki, plús tölvukostnaður etc. er rosalegur.
Leikir eins og Half-Life, NWN og C&C eru leikir sem græða rosalega. En hvað um leiki eins og Startopia, Outcast eða jafnvel örgu snilldina Fallout 2? Þetta eru leikir sem seldu ALLTOF illa. Já, líka Fallout 2. Appeal, sem framleiddi Outcast, fór á hausinn. Mucky Foot, sem framleiddi Startopia, stendur á barmi gjaldþrots. Og samt voru þessir tveir leikir einhverjir bestu leikir sinnar tegundar. Startopia seldi um 150.000! Það er langt undir framleiðslukostnaði! Outcast rétt skreið yfir framleiðslukostnað, en það var ekki nóg til að halda áfram.
Markaðurinn er lítill, og er það ekki vegna kostnaðar leikjanna. Nei, fólk bara sér ekki ástæðu til að prófa þetta “rugl”. Fyrir lang flestum er þetta sorglegt áhugamál unglingsdrengja, tímasóun og vitleysisgangur. The Sims seldi grimmt, og er söluhæsti leikur allra tíma, enda var hann miðaður á venjulega fólkið með auglýsingum á MTV og spilun sem höfðaði meira til kvenna. Það er svarið að því að fá fleiri til að spila, ekki að lækka verðið og fara á hausinn. Því að það er það sem myndi gerast. Færri smáfyrirtæki sem keyra hugmyndavélina, eins og er að gerast í bíómyndaiðnaðinum, en fleiri risafyrirtæki eins og EA sem á öll þróunarfyrirtækin. Og við vitum öll hvað það er hættulegt…