Soccer 98! Hann er mjög góður og skemmtilegur og allt, en
málið er það að hann er ótrúlega nákvæmur, bæði miðað við
aldur og frægð. EA sports leikirnir hafa löngum verið taldir þeir
bestu á markaðnum en leikir eins og FIFA hafa aldrei sýnt
manni dómara feð flautu lyfta höndum. Línuverðirnir eru
nýkomnir (samt hefur allta verið rangstæða). Ef leikmaður
meiðist þá labbar hann sjálfur út af. Kælisprey er aldrei
notað. Nýjasta fídusinn í EA leikjunum er að sjá í Fifa World
Cup 2002. Þá lyftir dómarinn höndunum og allt. Leikurinn
sem ég prófaði, Superstar Soccer 98 er ótrúlega nákvæmur
eins og ég sagði áðan og ég ætla að taka dæmi. Það eru
línuverðir og ekki nóg með það heldur ef maður ætlar að sjá
hvort réttilega hafi verið dæmd rangstæða í replayinu þá
kemur lína þvert yfir völlin til þess að maður sjái það
nákvæmlega. Dómarinn fórnar höndum og ef maður er búinn
að fá gult og fær annað gult þá lyftir hann fyrst gula og svo
rauða (nýkomið hjá EA í Fifa World Cup). Ef maður á vellinum
meiðist lítilega koma menn með sjúkratösku og spreyja á
löppina á honum með kælisspreyi og það er mjög
raunverulegt! Ef maðurinn meiðist alvarlega þá koma menn
með börur og sækja hann. Hvorugt af þessum hlutum eru í
leikjum frá EA. Ég man ekki það stendur hvar hann meiddi sig
en það er nýtt hjá EA og sést í FIFA 2002. En þá held +eg að
ég sé búinn að tjá mig. Vona að þið prófið þennan leik
einhverntíman. Kveðja, chello
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)