Síðustu vikur hef ég verið að reyna að komast að því, hvenær hinir ýmsu leikir koma til landsins, t.d. NWN og GP4 svo einhverjir séu nefndir. Hinsvegar hefur verið mjög erfitt að nálgast þessar upplýsingar á netinu og því er það mín tillaga að HUGI reyni að fá fréttir frá söluaðilum, hvenær tiltekinn leikur kemur til landsins og jafnvel bjóði upp á leið til þess að panta hann fyrirfram þannig að maður sé öruggur um að nálgast hann sama dag og hann kemur út, það hjálpar líka söluaðilanum til þess að ákvarða í hvaða magni þurfi að panta leikinn. Ég hef á tilfinningunni að margir myndu nota sér þessa þjónustu og söluaðilinn myndi ekki síður hagnast á því og eignast nokkra fasta viðskiptavini.
Hvað segið þið félagar? Mynduð þið t.d. ekki panta NeverWinter Nigths samdægurs (eða einhvern annan must get leik) ef þessi þjónusta væri til staðar hér á HUGA?