Sega hafa tilkynnt að Total War: Rome II muni koma út á næsta ári. PC leikurinn, sem er framhald af Total War: Rome sem gefin var út árið 2004 og mun áfram vera í höndum Creative Assembly.
Samkvæmt Sega munu þeir kynna nýja grafík vél sem mun gera þér kleyft að sjá tugþúsund hermanna etja stríði og sjá beinflísandi smáatriðin á meðan þú berst í stríði fyrsta risaveldi heimsins, en þeir hafa einnig komið fram með betri eininga myndavélar sem sýnir þér bardagan frá öllum sjónarhliðum.
Total War serían kom síðast með Shogun 2 í Mars 2011 og kom svo með viðbót fyrir leikin í Mars á þessu ári sem ber nafnið Fall of the Samurai.
James Russel - Total War lead designer.:Framhald af Rome hefur verið algengasta beiðnin sem Creative Assembly fá
Staðfest hefur verið að það sé fjölspil í leiknum og eru Creative Assembly að plana eitthvað stórt, ekkert er vitað um það en. Það myndi ekki þykja ólíklegt að þeir myndu koma með eitthvað svipað matchmaking og online campaign kerfi og þeir voru með í Shogun 2. Samkvæmt James Russel er ekki vitað hvort að Rome 2 muni fylgja content creation tools sem nýlega kom út fyrir Shogun 2 en þeir ætla að gera sitt besta.
Framleiðendur leiksins hafa lítið gefið upp hvað nýtt verði í leiknum en þeir hafa samt gefið til kynna að skipin og hermennirnir geta barist saman á sama tíma og verður gaman að sjá hvernig það mun nýtast, þeir tala einnig um að þeir séu að íhuga að leyfa spilurum að velja vopn hermanna.
Framleiðendur leiksins hafa lítið gefið upp hvað nýtt verði í leiknum en þeir hafa samt gefið til kynna að skipin og hermennirnir geta barist saman á sama tíma og verður gaman að sjá hvernig það mun nýtast, þeir tala einnig um að þeir séu að íhuga að leyfa spilurum að velja vopn hermanna.