Tekken tag Tournament
Útgáfuár:2000
Tegund:Slagsmálaleikur(það eiga allir að vita)
Þróunaraðili:Namco
Útgáfuaðili:Namco
Tekken Tag Tournament er sá fjórði í Tekken slagsmálaseríunni og sá fyrsti á Playstation 2.
Í byrjun leiksins hefurðu 10 karaktera til þess að velja úr um og hefu hver þeirra sinn sérstaka bardagastíl og ofurbrögð.
Síðan þegar líður á leikinn vinnurðu þér inn fleiri karaktera sem hafa sín sérstöku brögð en þó eru sumir sem herma eftir bardagabrögðum annara karaktera.
Ég á mér engann sérstakan uppáhaldskarakter en þó er ég mest að fíla King og Eddie(þótt að margir álíti hann vera svindlkall).
Ánægjulegasta breytingin frá fyrri Tekken leikjum er sú að þú getur spilað með tveimur köllum í sama bardaganum.
Þú getur sett nýjan karakter inná þegar líf hins er orðið ískyggilega lítið(þú getur alveg eins sett nýjan kall inná í byrjun bardagans en ég sé ekki neinn tilgang í því).
Game modin í leiknum eru átta.
Þau eru:
Arcade mode:Kepptu með tveimur karakterum í keppnum þar sem sá fyrsti til þess að vinna tvær lotur er sigurvegarinn.
Time attack mode:Þetta mode er alveg eins og Arcade mode fyrir utan það að nú ertu að keppa á móti klukkunni og að þú getur ekki pausað leikinn og að þú getur ekki valið nýja karaktera þegar þú heldur áfram eftir ósigur.
Survival mode: Í þessu modi áttu að sigra eins marga áður en lífið þitt rennur út af því að eftir hvern bardaga er lífið þitt það sama og var í lok bardagans en lífið þitt eikst smá eftir hvern sigur og ef þú deyrð þá verðurðu að byrja up á nýtt.
VS battle mode:Í þessu modi ertu að spila við einhvern vin eða félaga í tölvunni þinni og þú getur aukið lífið þitt upp í 150%
og valið bardagasvæði.
1 on 1 mode: Hérna ertu að keppa við tölvuna nema bara með einum karakter.
1 on 1 vs mode: Þetta er alveg eins og VS battle mode nema nú ertu bara með einum karakter.
Team battle mode:Veldu þér nokkra kalla til að berjast með og dreptu alla kalla sem óvinurinn valdi sér áður en hann drepur þína.
Eftir hvern kall sem var drepinn kemur nýr kall í þeirri röð sem þú valdir þér.
Practice mode: Æfðu öll brögðin sem þú lærir.
Grafíkin í leiknum er alveg fullkomin fyrir utan það að,æi ég veit ekki alveg hvernig á að segja það.
Bakgrunnurinn snýst einhvern veginn í kringum bardagasvæðið og þetta getur verið dálítið pirrandi.
Leikurinn er skemmtilegur en hann endist ekki nógu vel, mér finnst miklu skemmtilegra að spila hann í two player og svo finnst mér það vanta að það sé hægt að sparka mönnum upp við veggi sparka þeim eitthvð langt niður eins og í Dead or alive leikjunum.
Tekken Tag Tournament
Spilun: 9/10
Grafík: 9/10
Hljóð: 9/10
Skemmtanagildi:8/10
Ending: 7/10
Niðurstaða: 8/10