Það er ekki mikið sem að ég get sagt til að útskýra Nomís de Wilde leikinn því að ég hef aðeins spilað hann einu sinni.Í fyrsta lagi þarf maður að byrja á því að koma fjórum hálfs líters flöskum fyrir í 212-222 cm hæð. Síðan á maður bara að reyna að skjóta þær niður og ef þær fara ofan í körfuna sem á að vera fyrir neðan þá fær maður stig annars ekki.

Ég get aðeins útskýrt hvernig ég hef séð fyrir mér Nomís da Musical því að ég hef aldrei spilað hann. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki spilað hann er sú að ég hef ekki fengið mannskapinn í það vegna þess að þetta er hópleikur. En hvað um það. Ég sé þetta þannig fyrir mér að það eru tvö lið að spila og þrír leikmenn í hvoru liði. Takmarkið er að skjóta niður keilur sem eru staðsettar uppi á háum stalli sem á að vera í 1,5-4 metra hæð og í kringum hann á að vera ein karfa. Keilurnar eiga að vera sjö. Liðið sem er í sókn á að reyna að skjóta keilurnar niður og liðið sem er í vörn á að reyna að hindra að það gerist. Ef keilurnar lenda ekki í körfunni þá fást engin stig. Fyrir þá sem ekki vita hvað ég er að tala um þá skuluð þið líta á þennan vef: http://www.hugi.is/leikir/greinar.php?grein_id=43888
alf
Íslenska NFL spjallsíðan