Mortal Kombat: Deadly Alliance Nú í haust kemur út bardagaleikurinn “Mortal Kombat: Deadly Alliance”. Þetta er 5. leikurinn í hinni margfrægu og umdeildu Mortal Kombat seríu og sá fyrsti í rúm 4 ár.

Leikurinn átti upphaflega að koma út um jólin árið 2000 en var hætt framleiðslu á þeim leik seint á því ári og ákveðið að skipta um grafíkvél og endurhanna alla bardagavélina.
Hinn nýji Mortal Kombat leikur verður fyrsti leikurinn í seríunni til að vera laus við númer og útskýra framleiðendur það þannig að leikurinn verði svo biltingakenndur að hann verði frekar endurfæðing á Mortal Kombat seríunni heldur en framhald.

Hin nýja og byltingakennda bardagavél sem leikurinn notast við býður upp á mjög áhugaverðar nýjungar. T.d. mun leikurinn innihalda “rauntíma áverka” sem þýðir að bardagamennirnir meiðast eftir því sem líður á bardagann, þeir fá sár, merjast, blóð rennur úr sárum og þeir svitna.
Hver bardagamaður hefur síðan 3 sérstaka bardagastíla, m.a. “Hand to Hand” bardagastíl og vopnastíl en leikurinn mun innihalda mun vandaðra og fullkomnara vopnakerfi heldur en MK4. Leikurinn mun að sjálfsögðu innihalda hin frægu Fatality sem hafa löngum verið aðalsmerki leiksinns og munu þau nú vera raunverulegri og blóðugri en nokkrusinni fyrr.

Eins og venjulega mun sagan skipa ríkan sess í leiknum en Mortal Kombat serían hefur verið þekkt fyrir óvenju djúpa sögu og sagnfræði í kringum heimin sem barist er í.
Að þessu sinni snýst sagan í kringum það að seiðkarlarnir Shanh Tsung og Quan Chi, báðir mjög frústireraðir yfir því að hafa tapað í Mortal Kombat keppninni, taka höndum saman til að sigra keppnina og losa sig loskinns við þrumuguðinn Raiden.
Ekki hefur verið farið nánar í söguna en meiru verður víst slpet út þegar fram líða stundir.

Leikurinn mun koma út einhverntíman á 3. eða 4. fjórðungi þessa árs og kemur hann út á öllum “næstu kynslóða” leikjatölvum. s.s. Xbox, GameCube, PS2 og GBA.

Official Síðan er http://mortalkombat.midway.com en það er hægt að nálgast screenshot og preview af leiknum á www.gamespot.com