DOOM III  er á leiðinni. Örugglega hefði engum órað fyrir því að id Software mundi gefa upp opinberlega nafnið á næsta DOOM leik í dag. En fremur, hverjum hefði órað fyrir því að leikurinn mundi nefnast því ófrumlega nafni “DOOM III” og það að Activision væri fyrirtækið sem hefði allan dreifingarrétt ? En burtséð frá því eru þetta auðvitað ekkert nema frábærar fréttir fyrir okkur leikjafíklana , sérílagi fyrir okkur sem upplifðum Wolfenstein og Doom sem fyrstu leikina sem við gátum verið að hlaupa um og stráfella skrímsli og menn. Enn sem komið er hefur lítið verið talað um þetta ennþá en af öllum líkindum ættu línurnar að skýrast og meiri upplýsingar koma á næstkomandi E3, sem verður á næstu vikum.

“DOOM III mun breyta því hvað fólk mun búast við að sjá og upplifa í PC tölvuleik.” sagði Todd Hollenshead, framkvæmdarstjóri id Software . “Við gætum ekki verið meira stoltir af DOOM II , og erum spenntir til að geta gefið út tillkynningu um hann á E3 með Activision. Verið viðbúin að vera skíthrædd.”

“Við erum spenntir til að geta haldið okkar langa og farsæla sambandi við id,” sagði Larry Goldberg, executive vice president, Activision Worldwide Studios. “ Ég er viss um það að id aðdáendur og skotleikja aðdáendur munu deila með okkur tilhlökkunni útaf fæðingu DOOM III, sem er einn af allra mikilvægustu leikjum í PC leikja-sögunni. Það er enginn efi að DOOM III verður örugglega á toppnum á óskarlista hjá flestum tölvuleikja unnendum.”

Fyrst gefin út 1993, DOOM setti línurnar fyrir vinsælasta fyrirbærinu í PC tölvuleikja heiminum og er talinn einn sá mesti hvatinn að fyrstu persónu skotleikjum. Síðan hann kom út hafa þessir leikir verið með þeim allra vinsælustu leikjum í þessum bransa, og DOOM III er örugglega ein sá leikur sem flestir bíða eftir með mestri eftirvæntingu sem hefur komið frá id. id Software hefur auðvitað gefið út marga af vinsælustu leikjum í fyrstu persónu skotleikja senuni svosem Wolfenstein 3D, DOOM, DOOM II , QUAKE og QUAKE II. Enda hafa þeir verið algjörir frumkvöðlar á akkúrat þessu sviði tölvuleikja, Enda það nýasta frá þeim QUAKE III Arena, QUAKE III: Team Arena, and Return to Castle Wolfenstein var gerð á einni albestu 3D vélini sem hefur komið hvort sem hefur verið fyrir fjölspilun eða bara einn að leika sér.

Og þess má geta að við fáum að sjá glænýja 3D vél með DOOM III .

Þetta var lauslega þýtt úr Gamespy og greinina á ensku getið þið nálgast á
http://www.gamespydaily.com/news/fullstory.asp?id=3376