Hitman 2 - Silent Assassin Núna bráðlega á að koma út framhald af hinum geysivinsæla leik Hitman. Í Hitman 2 reynir á hæfni þína í að fela þig, gera “stealth” dráp og reyna að komast í gegnum borðin með sem minnstum látum.

Söguþráðurinn í leiknum er þannig að maður tekur að sér hlutverk sem leigumorðingi sem var sestur í helgann stein en fenginn aftur til vinnu af einhverju ónefndu stórfyrirtæki. En draugar fortíðarinnar eru alltaf á næsta leyti og það er ekki hægt að treysta neinum.

Borðin í leiknum eru víðsvegar að úr heiminum og má m.a. nefna staði eins og St. pétursborg, Sikileyjar, Malasía, Japan og fleiri staðir.

Það er mun stærra vopnabúr í þessum leik heldur en þeim fyrri, en það eru samtals um 22 vopn að velja. Og á meðal þeirra leynast mörg skemmtileg vopn eins og t.d. lásabogar, fjöldinn allur af sniper rifflum og síðan má ekki gleyma píanó vírnum ef þú vilt fara mjög varlega í þetta ;).

Grafíkin í leiknum er alveg mögnuð og þeir hafa greinilega lagt meiri vinnu í borðin sem og hreyfingar karakteranna heldur en þeir gerðu í fyrri leiknum.

Og fyrir þá sem eru áhugasamir og vilja sjá meira geta farið á:
www.hitman2.com

Einnig er líka hægt að sjá trailer úr leiknum hér:
www.hitman2.com/content/downloads/hitman2_small.mpeg