Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik, enda mikill Heroes of Might & Magic fan, og ég varð því mjög hamingjusamur þegar ég sá hann fremstan á hillu í BT í hádeginu í dag. Ég gat ekki beðið eftir að komast heim úr vinnunni til setja leikinn inn á heimavélina.
Þegar heim var komið þaut ég að tölvunni og smellti install disknum í og beið rólegur á meðan upplýsingunum var hlaðið á harða diskinn, loksins gat ég byrjað að spila.
Intróið byrjaði og ekki þótti mér mikið til koma, sögumaðurinn hljómaði eins og aumingi dreginn inn af götunni sem hafði verið sagt að gera röddina í sér djúpa og lesa af illa skrifuðum miða. Plottið sjálft leit út fyrir að vera samið af 6 ára krakka á sýrutrippi, en ég lét það ekki á mig fá og byrjaði minn fyrsta leik.
Þegar enn meira af illa saminni sögunni hafði rúllað niður skjáinn hófst loks leikurinn og mér hálf brá þegar ég sá hversu léleg graffíkin var í raun og veru, HoMM 3 slær henni við eins og ekkert sé. Undir leiknum hljómaði svo tónlist sem í fyrstu virtist vera frekar illa samið Gladiator meets Væmin kellingamynd soundtrack, þegar ég var búinn að hlusta á þennan viðbjóð í nokkrar mínútur voru eyrun á mér farin að blæða og blóðið í æðum mínum hlaupið í kekki, þannig að ég setti bara gamla slagara á fónin og slökkt á tónlistinni í leiknum.
Nú var komið að því að hefja fyrsta bardagan, ég tók fullbúna hetjuna mína og réðst til atlögu á brúnan blikkandi blett sem gæti hafa verið einhverskonar lifandi lortur, það kom í ljós að þetta voru úlfar. Þegar í bardaga interface-ið var komið tók ekki síðri graffík við, bakgrunnurinn var illa gerður og bæði objects og sprites litu út fyrir að vera copy pastuð ofan á í verulega misheppnaðri paintbrush aðgerð, minnti mig allra helst á einhverja af þessu fríu MMORPG leikjum sem hægt er að nálgast á netinu.
Eftir að hafa spilað þennan djöfulsins viðbjóð í um 20 mínútur gafst ég upp enda voru augun farin að blæða líka og ég fór strax að sjá eftir þeim rúma 4500 kalli sem ég hafði eitt í þetta helvíti. Ég ráðlegg öllum að forðast þennan leik, jafnt vönum heroes spilurum og öðrum.