Hvort hlutir eins og skák eða tölvuleikir séu íþróttir er mjög umdeilt, og er ekkert að fara að hætta að vera umdeilt. Það fer bara eftir þinni persónulega skilgreiningu, hvort þú skilgreinir íþrótt sem eingöngu líkamlega keppni eður ei. En hérna er allavega eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um.
Þó að persónulega kalli ég tölvuleiki ekki íþróttir…
( tja nema kannski hugaríþróttir http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_sports#Mind_Sports_by_Family )
…þá er samt engin spurning um að hlutir eins og fótbolti, handbolti, etc, eru leikir. Fólk gleymir sér oft með þetta svakalega gildishlaðna orð “íþrótt”. Fótbolti er bara leikur sem keppt er í. Það er spurt "hvernig fór leikurinn“. Það er talað um ”the olympic games". Þetta eru allt leikir sem þróuðust út í að vera keppt reglulega í, og kannski tekurðu þá alvarlega, kannski ekki, en þá er það bara í hausnum á þér. Ekkert að því auðvitað, but that's how it is.
Þannig að já, ég kalla tölvuleiki ekki íþróttir, en tala samt um að íþróttir skipti í eðli sínu ekki meira máli heldur en tölvuleikir. Bæði í eðli sínu mjög gagnslaus fyrirbæri, fyrir utan gagnið í skemmtuninni auðvitað **, og ef fólk lætur þetta skipta sig einhverju máli þá er það líka upp á skemmtun.
Nota bene ég hef æft og keppt í handbolta, fótbolta og frjálsum yfir æfina en aldrei keppt í tölvuleik. Þetta eru bara mínar skoðanir eftir að pæla í þessu, óháð hefðum og almenningsáliti.
** reyndar má segja að það sé gagn í að þjálfa líkamann og að þjálfa hugann. En það telst nú varla með… ef við byggjum ekki í svona ríku samfélagi þá værum við hvort sem er að hreyfa okkur nóg og þetta væri ekkert annað en tóm sóun á tíma og orku (fyrir utan skemmtanagildið auðvitað).