Gamer Mótið , 5. - 7. Júní Góðan daginn/kvöldið hugarar,

Hvernig líst ykkur á að skella ykkur á stórt og flott Leikja mót / Lan mót ?

Undafarið hef ég verið að skipuleggja stórt mót fyrir alla þá sem elska að spila með vinum sínum non stopp alla helgina.

Mótið fékk nafnið Gamer og verður haldið fyrstu helgina í júní, þ.e. 5. - 7. júní, það mun kosta 3.500 kr fyrir helgina en ef pláss leyfir þá verður hægt að koma á laugardeginum líka ef fólk vill bara fá smá forsmekk af þessu og þá kostar það 2.000 kr.

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á keppni í Counter-strike 1.6, Call of duty 4 og Dota en ef það er mikil eftirspurn eftir öðrum leikjum eins og C-S Source eða öðrum þá endilega láta heyra í ykkur og við reynum að koma móts við fólk. Einnig erum við að reyna skipuleggja mót fyrir þá sem vilja í PS3.

Þeir sem styrkja okkur eru Opin kerfi, Egils (Ölgerðin) og Techno.is og munu eflaust fleirri nöfn bætast við.

Við eigum í samnings viðræðum nú um húsnæði en ef það gengur ekki upp þá höfum við önnur til vara og munum við birta það eins fljótt og hægt er.

Skráning mun hefjast 1.maí á slaginu 18:00 og mun standa yfir til 30.maí og verður opin skráning fyrir 350 manns sem mun eflaust fyllast um leið svo fyrstur kemur fyrstur fær. Þeir sem skrá sig of seint fara á biðlista og við munum gera allt sem við getum til að hleypa fleirrum að.

Þið getið farið á www.Gamer.is til að fylgjast með og skrá ykkur svo erum við líka með irc rásina #Gamer.is

Það verða frábær verðlaun fyrir sigurvegara mótsins og munu upplýsingar um þau koma á síðunni fljótlega en þar á meðal er að fá endurgreitt fyrir allt liðið.

Ég vona að allir taki vel í þetta og aðstoði okkur við að gera þetta að flottasta og ef til vill stærsta leikjamóti Íslands !