Oki, þannig er mál með vexti að í Nóv '00 byrjaði ég og vinur minn að spila uo og var það að mestu leyti af því að samstarfsfélagi minn (sem var og kannski er með karakterinn LoveCraft á atlantic shard) benti mér á þennan líka stórkostlega leik.Ég spilaði út fyrsta fría mánuðinn og komst svo ekkert aftur fyrr en um miðjan Janúar 2001 og spilaði hann stíft út Febrúar og tók svo langa pásu, svo núna í byrjun Desember síðastliðnum byrjaði ég á ný og hef verið að síðan.
Leikurinn hefur á þessum tíma frá því að ég byrjaði og þar til í dag tekið svakalega miklum breytingum og er þar hægt að nefna eins og fleiri skrímsli, betri og meiri möguleikar á að hækka í smithing skill, auðveldara fyrir verkamanninn að verða Lord eða Lady og svo er eins hægt að nefna að hraðinn hefur aukist þó það geti skipt máli með hvers konar tengingu þið eruð með en svo er líka svo óendanlega margt fleira í breytingum og bætingum að ég þyrfti allan daginn til að koma því fram, þó hef ég eitthvað heyrt að UO: Third Dawn sé kominn í búðir hérlendis :)
Ég er aðallega að skrifa þessa grein til að fá svör frá öðrum spilurum, sama á hvaða server þeir eru eða hverjir þeir eru og þeir sem svara þessari grein minni vinsamlegast látið mig vita á hvaða server (shard), nafn karakterins og hvar þið haldið mest til.
Það er ekki þar með sagt að ég og félagi minn séum að hugsa um að stofna guild eða clan, heldur aðallega það að það er gott að vita af hvor öðrum og eftir að við vitum hvor/hvert af öðrum/öðru þá getum við farið að athuga möguleikana eða e-ð í þá áttina.
Þegar ég byrjaði að spila þennan leik þá var hann nokkuð stór það er að segja að það voru margir sem spiluðu hann á mörgum mismunandi serverum (ég er aðallega á Europa og Atlantic en hef einnig heyrt að margir aðrir Íslendingar séu á Catskills) og auðvitað er bókað að á þessum tíma hafi fleiri en einn og miklu fleiri en tveir hætt að spila eða séu í tímabundinni pásu en samt get ég sagt það með sanni að stærð leiksins í dag er mun meiri og orðið stórt er orðið of lítið orð fyrir Ultima Online í dag.
Fyrir ykkur hina sem aldrei hafa spilað Ultima Online en samt ákveðið að lesa þessa grein fyrir forvitnissakir þá er leiknum best lýst með því að þú getur verið allt það sem þú vilt en án nútímatækni og á hverjum server geturðu verið með 5 karaktera og á eins mörgum serverum og þér sýnist þar til þú finnur þann stað sem þér finnst best að vera, en til að nefna hvað er um að velja þá er hægt að nefna verkamaður og í þeim geira er hægt að velja skógarhöggsmanninn, smiðinn, námugröftrarmanninn, járnsmiðinn, klæðskerann og sitthvað flr, en ef þú vilt vera bardagamaður þá geturðu verið sverðamaður/kona og þá geturðu verið með öll vopn sem flokkast undir “blades” eða kylfumaður/kona og eins verið með boga og ör að vopni, einnig geturðu verið dýratamningamaður/kona og þjálfað allt frá kanínum til dreka (fer eftir hversu góð/ur þú ert), og svo er hægt að vera þjófur, galdramaður/kona eða norn, fjársjóðsleitari. En í raun þá gæti ég skrifað hér í það minnsta 10 síðna grein um hvað er hægt að gera, vera eða hitta og sjá en ef þið sem aldrei hafið spilað leikinn viljið fræðast betur um hvað er að ræða þá getiði farið inn á uo.com , stratics.com eða stormhaven-uo.com og séð óteljandi möguleika flest af því sem í boði er.