Leikurinn sem fékk 94% hjá PC gamer er nú uppsettur og leikinn á tölvunni minni.

Mig langar aðeins að fræða ykkur um þennan leik, hann er einu orði sagt GÓÐUR.
það eina sem fer pínulítið í taugarnar á mér eru AI gáfur tölvuandstæðinga þinna, að því leiti að þú ert að skjóta af byssu í þýskum herbúðum og það koma ekki allir á fullu farti og drepa þig…

en leikurinn (í single player) sjálfur bætir upp fyrir þennan skort á AI þar sem hann kemur þér á óvart með fyrirsátrum og erfiðum þröskuldum…aldrei segja að vélbyssuhreiður sé eitthvað sem maður leikur sér að og það komi fallegir spætuungar út úr því!

það sem er einna best við þennan leik er gameplay-ið, hvernig maður hreyfir sig. þú getur hallað þér til hliðar fram fyrir horn og skotið þannig, einstaklega erfitt að hitta þýskara sem gera þetta…þó vopnin séu ótrúlega nákvæm.

maður hleypur skemmilega, það er auðvelt að hafa áhrif á umhverfi sitt (aðeins einn takki).

persónulega finnst mér þessi leikur blanda saman öllu því besta sem völ er á í leikjum af þessu tagi í dag, ásamt því að henda inn eilítið ferskum hugmyndum…eitthvað sem maður verður í rauninni að prófa til þess að komast að raun um.

eftir að hafa prófað single player (sem mér finnst betri en single playerinn í wolfenstein) þá hlakka ég gífurlega til að prófa multiplayer…

bj0rn - endilega nælið ykkur í þennan leik…hann á 94% skilin.