Mig langaði að segja ykkur frá leik sem FÓR FRAMHJÁ íslendingum(nema sumum).Hann heitir Grim Fandango og kom út seinni part ´98.
Hann var gerður og gefinn út af LucasArts,maðurinn bak við hann var Tim Schafer sá sem gerði Full Throttle og Day Of The Tentacle leikina.Þetta er fattleikur af bestu gerð.Hann gerist 4 árum í landi hinna dauðu -Land of the Dead- þar sem allir eru dauðar beinagrindur sem tala,hreyfa sig og reykja.Leikurinn fjallar um Manuel Calavera eða Manny.Manny starfar fyrir The Department of death-DOD-sem sér um að taka nýdauða fólkið og meta það hversu langan tíma það tekur fyrir það að komast til himnaríkis.Ef það hafði hegðað sér mjög vel og ekki brotið nein boðorð fékk það miða í The Number Nine eða lest sem tók það til himnaríkis á 4 mínútum í staðinn fyrir 4 ár eða meira sem það tók fyrir synduga fólkið sem fékk bara göngustaf með áttavita í sér.Manny fattar fljótt að vinnufélagi hans Domino(erkióvinurinn)fær allt góða fólkið svo Manny tekur til sinna ráða að stela einum viðskiptavin Dominos áður en hann nær til hans þetta gerir Manny með Glottis félaga sínum skrímslinu appelsínugula sem hann kynnist í bílageymslu DOD byggingarinnar.Með þessu flækist Manny inn í eitthvað stórt flýr með Glottis til Rubacava,lítils bæjar sem næstum því einn maður stjórnar Maximino,Feiti kallinn sem á kattaveðhlaupabrautina stóru.Í Rubacava er Manny búinn að stofna Calavera Café sem er kaffistaður með bar og 4 rúllettuborð.Í Rubacava þarftu að hjálpa stóru býflugunum að gera uppreisn gegn vinnuveitendunum til að fá verkfæri handa Glottis,komast inn í verkalýðsfélagið og fara inn á tattoostofu og svæfa sjóara og skrá hann sem dauðan til að leysa stöðu á skipi.Á þessu skipi fer þú og Glottis til lítillar eyjar.Þar hittirðu Domino aftur og hvað er hann ekki bara með viðskiptavinin sem þú stalst af honum eða Meche -Mercedes Colomar-
Domino fangelsar Meche og þú þarft að leysa hana úr fangelsinu,segja Glottis fyrir verkum o.fl.
Á fjórða árinu ertu í borg sem er full af spilavítum og spillingu þú þarft að finna mafíósan sem stendur á bak við þetta og koma upp um hann.


Í leiknum eru bakgrunnarnir semsagt byggingarnar og húsin alveg eins og þau hefðu verið tekin með myndavél og labbandi beinagrindur í fötum passa mjög vel inní það.

Tónlistin í leiknum er ekki léleg ekki böggandi heldur meistaraverk.

Svo farið út í Skífuna kaupið Grim Fandango og leysið gátuna hver stendur á bakvið þetta.


BirkirF