Það er þannig mál með vexti að ég datt inn á þennan leik núna um daginn. Ég var afar hrifin af honum og ég hef ekki geta fundið neitt um hann annað en Multiplayer demóið sem er hér á Huga síðunni. Ég er nokkuð viss um að allir þeir sem hafa prófað þennan leik vilja ólmir fá íslenskan server fyrir Medal of Honor. Ég spyr líka: Er ekki fáanlegt single player demóið hér einhverstaðar á þessu skeri eða þurfum við að eyða 175 MB í að sækja hann erlendis frá!!!
Þetta er alveg magnaður 3d skotleikur með einstaklega góðri grafík og hljóðið er hreint ótrúlegt.
Áhugasamir endilega segið ykkar skoðun á þessu öllu saman og þið sem ekki eigið leikinn þá skulið þið fara á static.hugi.is og í game demos og sækja kvikindið…
Takk fyrir það.
Gringo Von Swanzhansen