Jæja, nú er að koma nýr leikur á markaðinn þann 22.janúar sem kallast Medal of Honor Allied Assault. Ég prófaði bæði multiplayer og single player demo-in og ég verð að segja að þessi leikur lofar góðu. Hann er frá EA games og er stríðsleikur sem gerist í WWII. Hann minnir einstaklega mikið á myndina Saving Private Ryan.
Það er t.d. eitt borð sem kallast Beach Invasion þar sem maður er sendur ásamt mörgum öðrum bandarískum hermönnum á strönd sem nasistarnir halda stöðvar sínar. Einmitt þetta borð minnir mjög mikið á atriði úr myndinni Saving Private Ryan.
Leikurinn fékk verðlaun fyrir hljóð og hljóðgæði. Hann er byggður á Quake 3 vélinni og er því mjög góður í multiplayer sem og single player. Í leiknum getur maður notað farartæki eins og trukka, skriðdreka og flugvélar. Ég er ekki viss hvort maður getur notast við þessi farartæki í multiplayer.
Vopnin í leiknum eru flott og eru þau auðvitað öll frá tímum WWII því eins og ég sagði þá gerist leikurinn þá. Þau eru reyndar mismunandi í multiplayer, fer eftir því hvort þú velur að vera í Allied liðinu eða Axis, samt eru þau nokkuð svipuð og hafa næstum alveg eins eiginleika. Vopnin sem maður getur notað í single player eru: Pistol, shotgun, sniper rifle, rifle, shotgun, machine gun, thompson machine gun, smg machine gun, grenade og bazooka. Ekki er vitað með vissu hvort það verði bætt við vopnum í leikinn áður en hann kemur út en það er talið nokkuð líklegt.
Mission-in í leiknum eru flott og öll frekar löng. Borðin eru flest öll mjög stór og vel gerð. Stundum er maður sendur einn í að gera eitthvað ákveðið mission eða sendur með flokki hermanna sem getur skipt tugum ef ekki hundruðum.
Ég hvet alla til þess að prófa demo-in tvö, ég held að þið getið fundið þau hér á Huga, ef ekki þá er slóðin www.mohaa.ea.com sem er heimasíða Medal of Honor. Þar er einnig hægt að sjá video klippur úr leiknum sjálfum,þar á meðal úr Beach Invasion borðinu sem er virkilega flott.
Öllum sem fannst Saving Private Ryan góð mynd munu elska þennan leik!