Ég veit ekki alveg hvert þetta á að fara svo ég skelli þessu bara hér. Ég spila mikið tölvuleiki og þar á meðal Legend of Zelda leikina. Ég er nú svona tiltölulega nýr á huga en ég kemst ekki yfir það þegar ég sé leiki á borð við þá sem eru í valmöguleikum en ekkert Zelda. Zelda leikirnir eru eitthvað mesta meistaraverk í sögu mennskrar afþreyingar.
Zelda leikirnir eru 14 talsins í heildina (ef Philips-CDi leikirnir eru ekki taldnir með sem er alveg réttlátanlegt þar sem að hvaða zelda-spilari sem er sér það að þetta eru ekki leikir sem eiga heima í seríunni) og innihalda allir alveg frá upphafi Zelda árið 1986 mjög áhugaverða og umræðuverða söguþræði.
Hefur engum dottið í hug að bæta Zelda við á þennan blessaða lista vegna þess að ég á erfitt með að ímynda mér það. Kannski hefur þessi umræða komið upp áður hvað veit ég.