Hver man nú ekki eftir gamla góða X-com orginal leiknum
þar sem maður fékk að skjóta eins mikið af geimverum,
fljúgandi furðuhlutum og saklausum civilian húsum og
maður vildi. Þetta var fyrsti leikur sem ég eignaðist á
gömlu 386 tölvuna mína en var bara of ungur þá til að
skilja eitthvað í leiknum, en núna er ég búinn að sigra
hann svona 4 sinnum! Þó þessi leikur sé orðinn 11 ára
gamall þá fékk hann nú þriðja sæti yfir 50 bestu leiki
alla tíma í PC gamer. Eini gallinn var slappi
söguþráðurinn, geimverurnar komu frá Mars og þær voru
fornir forfeður mannkynsins, yadda yadda…
Síðan má náttúrulega ekki gleyma X-com 2: The terror
from the deep! Leikur sem hefði aldrei átt að verða
til, þeir tóku lélega söguþráðinn úr X-com 1 og sendu
hann til helvítis og tókst að gera enn verri
söguþráð… X-com 2 var einfaldlega X-com orginal í
nýjum búningi og með nokkrum auka features eins og
tvískiptum missions og… var það nokkuð meira?
Og svo var það X-com Apocalypse(3), leikur sem ég hef
átt í 2 ár en aldrei hafið mig í að spila fyrr en fyrst
núna(Fór alltaf fyrst á hausinn, maður þurfti víst að
borga fyrir saklausu civilian húsinn núna ;)). Núna er
X-com fyrirtækið víst ekki að berjast við geimverur
heldur kvikindi úr annari vídd(Já þeim tókst að gera
söguþráðinn enn verri!). í þessum leik sem gerist í
framtíðinni fær maður helling af kunnulegum hlutum úr
fyrri leikjunum til að viðhalda gamla fílingnum.
Síðan hafa víst komið einhverjir fleiri non-strategy
leikir um X-com heiminn sem ég hef ekki spilað, eins og
X-com: Interceptor(fluvélaleikur) og X-com:
Enforcer(Skotleikur). Þrátt fyrir söguþræðina sem ég
var að drulla yfir(Marsbúar!!!) þá eru þessi leikir
samt tær snilld og að mínu mati er X-com 1 einfaldlega
besti leikur sem ég hef nokkurn tíman spilað!
X-com: 11/10
X-com 2: 7/10
X-com: Apocalypse: 8/10
P.S. til gamall a Hardcore X-com spilara, Hvernig í
andsk! sigrar maður X-com 2 !?!