Need For Speed leikirnir hafa lifað með hverjum bílaleikjaáhugamanni frá því þeir komu út fyrir 13 árum síðan. Mín reynsla af þessum bílaleikjum er vægast sagt góð, og hafa þessir leikir stytt hinar ýmsu stundir í mínu lífi allt frá 7 ára aldri.

Ég var varla byrjaður að blóta þegar fyrsti Need For Speed leikurinn kom á markað árið 1994. Þá hafði lítið kanadískt fyrirtæki sett leikinn á markað fyrir leikjatölvu sem hét 3DO. Ári seinna kom þessi fyrsti leikur á aðra platforma, svo sem PC DOS kerfið og Playstation(1996). Ég get með sanni sagt að ég hafi lítið sem ekkert spilað þennan leik.

Hinsvegar árið 1997 kom annar leikurinn í röðinni út, þá á Windows 95 stýrikerfið. Leikurinn bar einfaldlega heitið Need For Speed II og er ennþá einn af mínum uppáhalds. Ferrari, Lamborgini og fleiri exótískir bílar einkenndu þennan leik sem og 3 einstakar brautir. Ég braut fyrsta lyklaborðið mitt við spilun á þessum leik, þá 8 ára gamall. (:S)

Seinna sama ár kom út leikurinn Need For Speed: V-Rally. Eins og mér þótti nú gaman að horfa á rallý í sjónvarpinu var þessi leikur ekki að heilla mig sem skildi. Kannski var það fjarstýringin á nýju Playstation tölvunni minni að bögga mig, sem ég var ekki ennþá orðinn vanur.
En eftir tæpt ár af puttaæfingum og höggum í sjónvarpið kom út Need For Speed III: Hot Pursuit. Sá leikur var einfaldlega AWESOME! Lamborgini Diablo með löggurnar á hælunum var eitthvað til að gleðja alla sem spiluðu þennan leik. Ég fílaði mjög multiplayer möguleikann í þessum leik. Þar gat annar spilarinn leikið bófann meðan hinn elti og reyndi að ná þeim fyrri.

Árið 1999 kom út Need For Speed: V-Rally 2 en af fyrri reynslu spilaði ég hann ekki. Einnig sama ár kom út leikurinn Need For Speed: High Stakes (Road Challenge í Evrópu) og fór sá leikur algjörlega framhjá mér. Ætli þessir leikir hafi ekki komið út á tímabilinu sem ég lokaði mig inni með vini mínum og Hot Pursuit.

Um aldamótin 2000 var aðeins farið að hliðra til og kom út leikurinn Need For Speed: Porsche Unleashed (Porsche 2000 í Evrópu) og er þessi leikur ennþá í dag mitt uppáhald. Leikinn keypti ég á Playstation og man ég ennþá eftir því að það var “Gone in 60 seconds” límmiði á hulstrinu á disknum. 911 bíllinn í myndinni var sá sami og í leiknum. Leikurinn spannar sögu Porsche bílanna frá A-Ö og bauð leikurinn einnig upp á training möguleika, sem fólst í erfiðum prófum og tímatökum, sem innihéldu þ.á.m. keilur.

Tveimur árum seinna var ég aftur mættur til að kljást við löggur í Need For Speed: Hot Pursuit 2. Fyrsti leikurinn í röðinni til að koma á Playstation 2. Mjög svipaður fyrri Hot Pursuit leiknum, en þetta var fyrsti NFS leikurinn sem ekki var boðið upp á “inn í bíl” möguleika hvernig maður spilar.

Árið 2003 byrjaði ný sería Need For Speed leikjana, Underground serían. Underground I kom út á svipuðum tíma og Fast and the Furious var að slá í gegn, og svipar leikurinn mjög til myndarinnar. Leikurinn á að gerast um miðja nótt í stórborg og átt þú að tjúna bílinn þinn til muna og keppa í ólöglegum götukeppnum, sem sumar eru mjög vafasamar.

Árið 2004 kemur svo leikur númer 2 í þessari seríu, eða Need For Speed: Underground 2. Nýjir bílar, nýjar brautir og nýr söguþráður í þessum leik, en það sem vakti mesta athygli var að núna gastu keyrt um alla borgina á bílnum þínum, og minnti það svolítið á GTA leikina. Underground 2 sló mjög í gegn á mínu heimili og í þessum skrifuðu orðum er kveikt á þessum leik á Playstation 2 tölvunni minni.

Árið 2005 kom svo út óbeint framhald af Underground leikjunum, eða Need For Speed: Most Wanted. Hér erum við komin aftur með löggur á hælum okkar, en hér spilar söguþráðurinn mestan part allra NFS leikja til þessa.
Söguþráðurinn lýsir sér þannig að þú ert nýr í einhverri borg, og kemur á fleygiferð inn í borgina á fína BMW M3 bílnum þínum, þegar löggan stoppar þig. En það er engin venjuleg lögga, heldur er það Sgt. Cross á Chevy Corvette lögreglubílnum sínum, og á hann eftir að skjóta upp kollinum virkilega mikið í þessum leik.

Árið 2006 kemur út Need For Speed: Carbon. Þá erum við aftur komin inn í nóttina og drift keppnir eru komnar aftur. Að mestu leiti gert til þess að svara gerð myndarinnar Fast and the Furious: Tokyo Drift.

Nú var Need For Speed: Pro Street að koma út og verð ég að segja að mér hlakkar mikið til að kynna mér hann. Mér skilst að gamlir amerískir muscle cars láti á sér bera og má þar nefna Dodge Charger og Challenger, ásamt fleirum.

Endilega kynnið ykkur þessa leiki ef þið hafið ekki enn gert það og kíkið á http://electronicarts.com

Hér er Topplistinn minn yfir Need for Speed leikina, og endilega póstiði ykkar topplista. Ég þakka fyrir mig.

1. Porsche Unleashed
2. Most Wanted
3. Need for Speed II
4. Hot Pursuit
5. Underground 2
6. Carbon
7. Underground
8. Hot Pursuit 2
9. V-Rally 2
10. V-Rally