Blessuð öll sömul.

Eins og sumir sem stunda tölvuhlutverka-áhugamálið vita þá er ég stjórnandi grúbbu sem kallast Dreacon Games.
Við höfum verið að pæla í að halda LAN. En bæði vegna Kísildalsmótsins og þess að við viljum fá smá tíma í að finna okkur tengiliði og skipuleggja mótið, þá datt okkur í hug að hafa það í sumar. Eða þar að segja helgina 20-22 Júlí.

*Fynnst ykkur þetta fínn tími á LAN, eingin skóli (semsagt einginn heimalærdómur), bara vinnan sem þú vinnur aðeins á vinnutíma þínum?

*Sóun á sólskínsdögum?

Bara segjið mér hvað ykkur finnst. Hugsunin er samt að gera þetta LAN óvenjulegt. Það verður merkt sem áfengis og vímuefnalaus skemmtun. Það verður aðgangur að grilli. Verið er að athuga með húsnæði sem hefur stóran grasflöt nálægt sér (Þar með hægt að spila fótbolta og hreyfa sig).
Hafa þetta svoldið frískara en venjuleg lön.

En já, vinsamlegast látið mig fá álit ykkar.
S.V.G. {TYX DEAC}