Penumbra Overture Nýlega rakst ég á þennan leik og vakti hann strax áhuga minn, þar sem ég er mikill hryllings leikja aðdáandi, og hef spilað marga af þeim.

Sagan er um mann nokkurn að nafni Philip og hefur hann nýverið misst móður sína. Hann fær svo sent bréf frá föður sínum sem opnar margar spurningar fyrir söguhetjuna okkar, sem leiða allar til Grænlands.
Þar í miðri frostauðninni finnur hann málmlúgu sem leiðir hann í eitthvað sem honum hefði ekki órað fyrir.
Þar sem hann er ekki kominn út get ég ekki sagt meira um söguna, þetta er nánast bein þýðing af síðunni þeirra www.penumbra-overture.com

Leikurinn er svakalega vel gerður og eru nánast allir hlutir, hreifanlegir svipað og í elder scrolls, og er hægt að nota þá til að leysa gátur, eða tefja skrímsli, og byrgja fyrir hurðar.
Þetta er hlutur sem ég hef viljað sjá í hryllingsleikjum síðan ég var yngri.
Þeir ákváðu að einblýna meira á gátur, eða puzzles, frekar en að hafa mikið ofbeldi, þó að það verði að sjálfsögðu eitthvað að því.

Grafíkvélin er mjög góð, og er svakalegt andrúmsloft, sem gerir umhverfið alveg svakalega ógnvekjandi, ekki ósvipað og maður fékk að finna fyrir í Doom 3.

Leikurinn er gefinn út í 3 hlutum og er hægt að pannta hvern hluta á aðeins $19.99, sem mér þykir ekki mikið og hef ég lesið að hver hluti séu góðir 8 tímar af spilun.

Útgáfudagur kafla eitt í þessum þríleik, er 30. Mars næstkomandi.
Og eins og áður kom fram má finna allt um leikinn ásamt prufu útgáfu(demoi) hér www.penumbra-overture.com