Blessuð og sæl,
ég ætla hér að segja ykkur frá seinustu tölvu árunum mínum.
Ég byrjaði með þannig séð 7 ára (mjög snemmt :P ) að spila C.S beta. Eiginlega bara af því frændinn minn var að spila hann en ég varð hooked einsog og hann og var orðinn frekar góður.
Allavena, spila hann í nokkur ár þangað til ég fæ PSX, ég spilaði hana ekkert svo mikið en svo kom PS2. Þá missti ég mig í henni og spilaði Final Fantasy leikina og einhverja aðra. Svo kom WoW..
WoW breyti lífinu algjörlega, for the worse. Ég varð hooked STRAX, vinur minn sá þennan lik og byrjaði líka, og hinn vinur minn líka. Ég spilaði og spilaði og gat ekki hætt! En þegar ég var búinn að spila í 1 ár held ég þá fattaði ég að löngunin var horfinn, ég var bara að spila til að spila. Hafði ekekrt betra að gera. Þannig ég hætti og vinur minn líka.
Hinn vinur minn spilaði áfram af krafti. Hann er nýlega hættur. Ég vildi þá byrja í öðrum MMORPG, svo ég testaði Guild Wars, spilaði alveg uppí 20 (max lvl cap) en fékk svo rosalega leið eiginlega strax. Svo byrjaði ég í EQII (everquest 2) Ég spila hann ennþá af og til en hann var frekar góður. Nokkrir mánuðir fóru í hann.
Svo spilaði þessa helstu nýja, Oblivion og þess háttar. En núna spila ég varla tölvuleiki lengur nema af og til í Wii. Ekkert lengur í PC né PS2. Eina sem ég er spenntur fyrir er LOTRO (Lord of The Rings Online) eða AoC (Age of Conan) en ég er ekki viss hvorn ég á að spila. Kannki bara hvoruga.. En síðan ég hætti að spila tölvuleiki, hætti ég að vera í tölvunni jafn mikið, hætti að MSN-ast einsog brjálaðingur og byrjaði frekar að hanga meira með vinum og vera úti, mæta á böl og koma á opin hús í félagsmiðstöðinni minni.
Ég mæli með fyrir alla sem spila einsog brjálaðingar að taka sig á og fara út eða hanga með vinum eða fara vinna!