Neocron: stafræn borg frá Reakktor media
Nú styttist í útgáfu hins frábæra tölvuleiks Neocron. Þar sem fáir þekkja leikinn hér á Íslandi hef ég ákveðið að senda inn smá grein hér á huga. Þetta er online tölvuleikur gerist á 28. öldinni í borginni Neocron, allir þeir sem spila leikinn eiga heima í borginni. Þú færð íbúð sem þú getur innréttað, þú getur sótt um vinnu, þú getur farið í kappakstur á fljúgandi mótorhjólum og þú getur skotið fólk í tætlur! Þú getur valið um 4 flokka persóna: Tank (Hevví kallar sem berja þig í spað), Private Eye (venjulegur borgari), Spy (tölvunörd og gáfnaljós) og PSI monk (flokkur sem er afar þjálfaður í að nota PSI galdra). Allir flokkarnir nema Tank geta notað svokallaða PSI galdra. Þá verður þó að æfa sérstaklega og aðeins gáfuðustu persónur geta notað þá. Borgin skiptist niður í 4 hluta: ViaRosso (fínt íbúðahverfi með matsölustöðum og verslunum), Plaza (íbúðahverfi með GEÐVEIKAN byggingarstíl), Pepper Park (strippbúllur og barir) og Outzones (gamalt verksmiðjuhverfi). Einnig er stór eyðimörk í kringum alla borgina. Gerðar voru kjarnorkutilraunir í eyðimörkinni og nú eru þar allavega stökkbreytt dýr. Atvinna getur verið hvað sem er: t.d. að reka fyrirtæki, gerast launmorðingi, eða hafa verðbréfaviðskipti. Í Neocron er verðbréfakerfi þar sem allir geta keypt og selt verðbréf í hinum ýmsu fyrirtækjum. Ef þú átt nógu stórt fyrirtæki geturðu skráð það á verðbréfaþingið. Einnig eru mörg félög (clans) sem hægt er að ganga í.
Útgefandi: CDV entertainment (Sudden Strike, Sudden Strike Forever)
Framleiðandi: Reakktor Media, Þýskalandi
Mánaðargjald: 10 Evrur
Útgáfudagur: Desember 2001
Staðan í dag: Beta test (level 3) ATH!!!! Enn er hægt að skrá sig í beta á www.neocron.com
Heimasíður: www.cdv.de www.neocron.com
Low Profile