Núna ætla ég að reyna að byrja umræðu um uppáhalds skotleiki hugara.
Hver er þinn uppáhalds skotleikur?
Hvað finnst þér þurfa að vera í góðum skotleik?
Hvað finnst þér vera óþarfi í skotleikjum?
Mér hefur eiginlega alltaf fundist nauðsynlegt að það sé gott multi player í góðum skotleik því mér finnst svo miklu skemmtilegra að drepa vini mína í skotleik hekdur en að drepa botta.
Mér finnst grafík ekki skipta miklu máli þó að oftast sé betra að hafa góða grafík.
Minn uppáhalds skotleikur er Halo 2.
Nú ætla ég að segja aðeins frá leiknum og afhverju þetta er uppáhalds skotleikurinn minn.
Fyrst þá er gameplayið ógeðslega þæginlegt(að mínu mati) og fyrsti leikurinn sem ég prófaði sem að hægt er að duel wielda.
Campaign-ið er alveg fínt getur verið mjög skemmtilegt ef maður er í stuði til þess að vera einn í campaign ,annars er samt líka hægt að vera í co-op. Líka ef maður er kominn með leið á að spila venjulegt campaign er alltaf hægt að reyna komast útúr möppunum ;)
Síðan er það sem að mér finnst vera lang mesta snilldin og það er multiplayer í Halo 2. Þó að ég er ekki með Xbox Live þá er þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég veit um! Það voru alltaf fyrst bara við 4 vinirnir(erum núna 5) sem spiluðu þá bara split-screen og það var mjög gaman að spila þó að það var allt bullandi í screenlooki.
Eitt árið í afmæli vinars míns vorum við bara 4 að Lana(system link) í Halo 2 ég man ennþá hvað það var ótrúlega gaman! Þsð var mjög þæginlegt að geta zoomað á einhvern með sniper án þess að hann gat nokkurn veginn vitað af því.
En þá spiluðum við eiginlega bara team slayer og notuðum þá næstum því bara sniper og battle rifle(út af því að einn sagði að rocket launcher og svoleiðis byssur væru svo mikil kellinga vopn og allir vorum við sammála honum) og höfðum það meira að segja í starting weapons.
En núna erum við farnir að spila miklu fjölbreyttara og sáum hvað við vorum missa af miklu. Það versta finnst mér við þetta að við getum eiginlega aldrei spilað CTF því við erum of fáir.
Núna bíð ég eftirvæntingafullur eftir Halo 3 og þá ætla ég að spila hann á Xbox Live.
Núna er ég búinn að segja frá mínum uppáhalds skotleik og segja afhverju.
Endilega segið frá uppáhalds skotleikjum ykkar og afhverju :)