Það er komið nýtt version af AA;SF, reyndar soldið síðan.
En þið sem ekki vissuð af því vitið af því núna.
Þú getur náð í leikinn á torrent hér!
Hérna eru nánari upplýsingar í sambandi um hvernig þú nærð í leikinn á torrent.
Síðan er líka hægt að ná í leikinn frá eitthverjum af þeim sem síðum sem styðja America's Army.
Hérna stendur hvernig þú átt að setja leikinn inn þegar þú ert búinn að ná í hann.
Í nýju útgáfunni eru:
* 3 ný borð: SF Snakeplain, Steamroller og Interdiction
* 3 ný æfingaborð: Javelin training, HMMWV Driver og CROWS Gunner
* Vinalisti, þú getur gert eitthverja spilara að ‘Battle Buddie’ og séð hvort að eitthver af þínum vinum(Battle Buddies) séu að spila og hvar þeir eru að spila.
* Uppáhalds ‘servera’ listi, þú getur gert ‘server’ sem ‘Favorite server’ eða ‘uppáhaldsserver’ og hann geturðu séð á sama stað og hvar vinir þínir eru.
* ‘Explore the Army’, þú getur núna prófað að spila borð sem þú gætir annars ekki spilað, og þú getur spilað þegar þú ert ekki innskráður.
Heldur færðu bara eitthvað nafn(getur valið) t.d. J. ‘Bullseye’ Johnson
Enginn sér notandanafnið þitt eða ‘honor’
* Ný farartæki: Crows HMMWV, Hummer, tekur 4, einn maður á byssu, er í SF Snakeplain.
T-62 Tank, skriðdreki, sem tölvan notar í SF Snakeplain.
BMP-1 , annar tankur sem tölvan notar, er í SF Snakeplain og Interdiction.
BTR-80, faratæki sem kemur með fleiri óvini á staðin, er notað í SF Snakeplain og Interdiction
* Ný vopn: .50cal CROWS System, byssa á Hunmmer.
MK19 CROWS System, byssa á Hummer.
Javelin Weapon System, nokkurnvegin ‘bazooka’, hægt að vera með kíki á henni, sem stækkar mest að mig minnir x12
* Ný spilun, núna er hægt að spila á móti tölvunni í 2 borðum, SF Snakeplain og Interdiction.
Þá eru nokkrar manneskjur saman í liði að spila á móti tölvum, semsé óvinirnir eru með gervigreind.
Nýju borðin:
1. SF Snakeplain: Þú ert eitthversstaðar úti í eyðimörkinni. Spilast á móti tölvunni.
Markmið:
A. Ná í og tryggja teikningar af eitthverju.
B. Sprengja ‘Stingers’, vopnakassi.
C. Sprengja ‘Mortars’, annar vopnakassi.
D. Frelsa stríðsfanga.
2. Steamroller: Þú ert staðsettur í borg þar sem hafa verið eitthverjar sprengingar, mikið af felustöðum, eins og milljón staðir fyrir leiniskyttur að fela sig.
Markmið:
A. Finna, tryggja og verja eitthverjar upplýsingar.
B. -||-
C. -||-
3. Interdiction: Þú ert eitthversstaðar úti í skógi. Spilast á móti tölvunni.
A. Komast inn í höfuðstöðvar óvinarins.
B. Finna og spyrja heimildarmanninn um staðsetningu efnis sem maður á að ná í.
C. Ná í efnið.
D. Yfirgefa svæðið.
Mér finnst uppfærslan bara nokkuð góð, nýju byssurnar, nýju borðin og bara næstum því allt gott.
Er núna fastur í Steamroller, gjörsamlega elska borðið.
Heimildir:
ArmyOps Tracker
America's Army