X-Box leikir sem að lofa góðu... Jæja, ég veit ekki um ykkur, en ég hata ekki X-Box. Fyrir ykkur sem að nennið ekki einu sinni að spá í vélina, þá hef ég ákveðið að safna saman upplýsingum um leikina sem að lofa góðu:

<b>Halo</b> - <i>Væntanlegur haust 2001</i>
Halo er einn af þessum leikjum sem að eiga örugglega eftir að hjálpa X-Box að vinna sig upp í áliti meðal spilara. Hann lítur allavega æðislega út! Hægt verður að berjast inni sem og úti, og þá í bílum, geimskipum, bátum og hvaðeina.

<b>Star Wars Obi Wan</b> - <i>Væntanlegur vetur 2001</i>
Obi-Wan átti upprunalega að koma á PC, en LucasArts færði hann yfir á X-Box í staðinn. Í leiknum spilar maður sem Obi-Wan og þarf að berjast við þúsundir vélmenna og tækja. Spilarinn ferðast allt frá Tatooine til undirdjúpa Couruscant og og jafnvel til stórborgarinnar Theed.

<b>Mad Dash Racing</b> - <i>Væntanlegur haust 2001</i>
Mad Dash Racing er hraður kapphlaups-leikur þar sem að beita þarf allskyns brögðum og kúnstum til að sigra andstæðingana. Grafíkin lítur vel út og það virðist vera nóg af flottum og spennandi borðum.

<b>Oddworld: Munch's Oddysee</b> - <i>Væntanlegur haust 2001</i>
Munch's Oddysee er framhald af Abe's Oddysee og Abe's Exoddus. Í leiknum mun vera hægt að stýra Abe, aðalhetjunni, og Munch, hjálparmanni hans. Vél leiksins gerir spilaranum kleift að fara fram og il baka í borðum og oft eru til fleiri en ein lausn á vandamálum.

Að sjálfsögðu eru mun fleiri leikir á leiðinni, en þetta eru nokkrir þeirra sem ég bíð spenntur eftir.

<a href="http://www.xbox.com“>Heimasíða X-Box</a>

Royal Fool
”You've been Fooled!"