640509-040147 (codename 47) ÉG hef ákveðið að skrifa smá grein um aðalper´sonu Hitman leikjana í tilefni af útgáfu Hitman Blood Money.

Sköpun 47.

Í kringum 1950 voru nokkrir stór glæpamenn við þjónustu á sama tíma í frönsku útlendingahersveit-
-inni og urðu þeir allir miklir vinir. Þessir menn gerðu samning og einn þeirra Dr.Otto Ort-Meyer lofaði að nota hæfileika sína til að búa til ofurhermenn til að kremja óvini þeirra.
Fjórir þessa manna snéru til heimalanda sinna og stofnuðu glæpaveldi en Dr.Ort-Meyer fór hiem til Rúmeníu með blóðsýni ú þeim og fjármögnuðu þeir tilraunir hans með ágóðanmum af glæpastarfsemini.

Feður 47(og ölll aðalskormörkin í fyrsta leiknum):

Dr. Otto Ort-Meyer
Sérvitur og siðblindur snillingur sem dreymdi um að nota klónun og erfðabreytingar til að búa til fullkomna útgáfu af mannkyninu. Frá honum fékk 47 gáfur.


Lee Hong
Kínverskur glæpamaður sem á endanum varð foringji Red-Dragon glæpasamtakana í Hong-Kong. Frá honum fékk 47 mikinn hraða, og jafnvel þó að Lee Hong hafi verið mjög aldraður þegar 47 drapa hann var hann ennþá snöggur sem elding með sverð sitt.

Pablo Belisario Ochoa
Pablo byggði sitt veldi í Kólumbíu með því að myrða flest alal keppinauta sína. Á endanum neyddsit hann til að flýja út í frumskóginn þar sem hann byggði hálfgerðar herbúðir sér til verrndar. Frá Pablo fékk 47 mikið þol og styrk enda þoldi Pablo óvenju mörg skot þegar 47 myrti hann. PAblo er byggður á Tony Montana úr Scarface.

Franz Fuchs
Franz var mikill fasista sem á endanum fór út í leigu-hryðjuverkastarfsemi og ætlaði að sprengja upp hótel í Búddapest þar sem fundur G7 leiðtoga var. En 47 myrti hann á meðan hann var í sturtu í sínum fræga g-streng. Í contracts kom fram að allir bræður hans voru einnig hryðjuverkamenn.

Arkadij “Boris” Jegorov
Arkadij hefur mikla andúð á kommúnistum og hefur svipaðar stjórnmála skoðarnir og Franz. Hann varð alþjóðlegur vopnasali auk þess sem hann sá bróður sínum sem var foringji í rússnesku mafíuni fyrir vopnum. 47 myrti hann þegar skip hans var á höfn í Hollandi og hann hótaði að sprengja kjarnorku sprengju. Frá Boris erfði 47 skörp skilningarvit.







Dr.Ort-Meyer eyddi næstu 30 árum í leynilegri rannsóknarstofu í kjallara geðveikrahælisins sem hann rak við það að gera tilraunir með DNA hina mannana. Á endanum tókst honum að skapa líf. Hann framleiddi fjöldamarga ofurhermenn sem allir höfðu meiri þol,styrk og snöggleika en nokkur eðlileg manneskja. 5 september 1964 “fæddist” 640509-040147 og varð fljótlega í miklu uppáhaldi hjá Ort-Meyer enda efnilegastur klónana í því að taka líf.

Þrátt fyrir mikla hæfileika í öllu sem tengdist ofbeldi þá sýndi 47 mjög lítinn félagslegan þroska og eini vinur hans var fyrverandi tilrauna kanína sem hann fór með eins og gæludýr. 47 átti í mjög stormasömu sambandi við starfsfólk hælisins enda líkaði honum illa sífeldar skoðarnir og sprautur og réðst eitt sinn á lækni með sprautu og stakk hann oft. Eftir þetta atvik lét Ort-Meyer tvöfalt fleiri verða gæta 47.

Eftir 30 ár af þjálfun strauk 47 með því að drepa tvo verði og stela einkennisbúning annars þeirra.



ICA.
Ári seinna fékk 47 starf hjá ICA, eða International Contract Agency, þjónustu sem sérhæfir sig í leigumorðum á valdamiklum eða erfiðum skotmörkum. Og hafa stjórnvöld margra landa notað þjónustu þeirra til að ná til þeirra óvina sem að þau geta ekki snert. Logo ICA er þríhyrningur með hauskúpu inn í og á hauskúpuni er Breska krúnan enda er samtökin upprunin í Stóra Bretlandi.

Samtökin hafa strangar reglur um að hver maður geti ekki nýtt sér þjónustuna nema einu sinni. Og er það ástæðan fyrir því að Dr.Ort-Meyer var myrtur, hann vildi ekki gefa hinum hermenn svo hann réð ICA til að myrða þá.

Þó að ICA hafi ekkert sérstakt á móti morðum á saklausu fólki þá fá starfsmenn ekki jafn mikið borgar ef “hreinsarar” þurfa að eyða of miklum sönnunargögnum.


Útlit og persónuleiki.
47 er sköllóttur með blá augu og ekekrt hár á líkamanum annað augnbrúnirnar. Í Hitman Codename 47 var hann frekar hávaxinn, í Hitman 2 var hann örlítið lávaxnari en flestir og í Contracts var hann jafn hár og allir, í Blood Money er hann svipaður á hæð og flestir.

Hann er frekar kaldrifjaður en drepur ekki að ástæðulausu. 47 virðist frekar vilja hafa samskipti við dýr frekar en fólk. 47 er ó-kynhneigður og er þar af leiðandi ekki truflaður af kvennfólki. Í hitman 2 sýnir hann merki um iðrun og hann treystir prestnum sem hann dvelur hjá fullkomlega, í þeim leik virðist hann einnig hafa snúist til kaðólisma.

mun skrifa meira um söguþráð leikjana.