
Fyrir stuttu tilkynntu IO Interactive, hönnuðir Hitman, að ætli ætli sér að gefa út framhald. Búið er að lappa talsvert upp á vélina sem að keyrði leikinn, og bæti við alls kyns nýjungum eins og betri bysskúluhegðun (Núna koma alvöru “göt” á óvinina og vélin reiknar út hraða byssulúlnanna til að gá hvort þær fari í gegnum ákveðinn vegg) og einnig er búið að útrýma hinum alræmdu “Rambo” borðum.
Verkefnin í Hitman 2 snúast mun meira um að smygla sér inn á ákveðinn stað, gera það sem að þarf að gera og komast út óséður.
Einnig verða nokkur ný vopn, en þó verða ekkert sérlega miklar breytingar frá fyrri leiknum.
Ekki er enn vitað hvenær Hitman 2 kemur út, en ég hlakka til, jafnvel þótt að mér fannst Hitman ekki svo skemmtilegur.