stars-empire.com http://www.stars-empire.com
Mig langaði aðeins að kynna ykkur fyrir þessum netleik.
Hvar gerist hann? Hann gerist einhverstaðar út í geim, í raun skiptir ekki máli hvar í geimnum þú ert því að þetta er ekki eins og í EvE þar sem áhættugeimar eru.

Hvað geriru? Ég ætla fyrst að segja þér að þú stjórnar ekki geimskipi eins og í EvE, þú stjórnar heilli plánetu. til þess að hún virki rétt þarftu ekki að gera neitt í sértakri röð þú þarft bara að byggja íbuðir handa fólki, rafmagnstöðvar Námur til að safna(materials) og Heilium-3.
þú átt að búa til geimskipsflota, ganga í corp ef þú villt.
eða bara byggja upp þína plánetu í rólegheitunum og hugsanlega fara í fýlu við nágrannaplánetuna og láta hans aðeins finna fyrir því.

Hvernig er útlit leiksins? leikurinn er spilaður af netsíðu og þarf ekki að installa neinu þú kemst í hann þar sem internet er og einhvorskonar browser(ég nota Firefox).

Er þessi leikur fyrir þig ? Þetta er ekki leikur sem krefst þess að þú húkir fyrir framan tölvuna allann daginn og alla nóttina. Þú verður ekki “húkkt” á honum eins og margir Eve og WoW spilarar lentu, eru í, eiga eftir að upplifa það.
þetta er leikur sem ekki krefst mikillar kunnáttu á herkænsku( eða allavegna hefur það ekki reynt á það hjá mér) Þetta er leikurinn til að skreppa í í frímínútum í skólanum og pæla í því hvað á að byggja eða finna upp eða endurbæta.
Síðan er ekki slæmt að kunna smá ensku, en auðvitað er svo alltaf hægt að spyrja vini og kunningja hvað hitt og þetta þýðir

ef þú ert ekki nú þegar User á http://www.stars-empire.com þá mæli ég með að skrá sig og prófa, það kostar ekki krónu, aðeins opið hugarfar og alls ekki hætta þá svo að þú getir ekki gert fyrstu vikunar það bætist alltaf við

ég læt þetta nægja í bili, ef einhverjar spurningar koma upp þá er um að gera að senda mér póst hér á huga, og svo væri ekki vitlaust ef að margir fara að spila að búa til eitt stórt Íslendinga Corp

Ég vona að þetta hafi komið að einhverju gagni og hafi nú verið ágætislesning