Breath of fire 4 kom hingað til landsins fyrir nokrum vikum.
Ég er en þá að reyna að komast yfir hann og það gengur vel!
Ryu sem er dreki (hann er aðal kallinn)
kemur skyndilega í heiminn þegar Fou-lu vaknar en hann er fyrsti keisarinn.
Fou-lu er einnig dreki og Ryu er hinn helmingurinn af honum.
Þessi leikur er gerður í þrívídd og kallarnir gerðir í “anime”
og eru mjög smooth teiknaðir!
Þessi leikur er fyrir Play station og er RPG leikur.
En í byrjun leiksins fjallar hann um þegar Nina prinsessa frá Wyndia er að leita að systur sinni Elina sem hvarf þegar hún var í einhverju ferðalagi.
Annars er þetta mjög ruglingslegt allt saman t.d. Momo var karakter í Breath of fire3 en núna er hún master! og annað Nina hittir Ryu og veit ekki hver hann er!
(Hún var líka í BOF3)
JÁ master: Master eru fólk sem kennir þér skill t.d. pilfer.(sem lætur mann stela)
Maður getur lært ótal brögð! en ég mæli með því að klára leikinn fysrt og svo vinna í því.
Maður getur einnig lært einhver skill af óvinum.
Combo attacks: Eru snilld! ef maður gerir earth galdur og svo eld þá sameinast þeir og þá verður það öflugari eld kraftur og svo framvegis.
Bardagar: Þeir fara fram þannig að þú getur verið með 6 kalla í liðinnu 3 fyrir framan og 3 fyrir aftan.
Maður getur skipt eins og maður vill t.d. þá stillir maður Ryu að gera áras fyrst og svo á Nina að gera þá getur maður þessa vegna valið einhvern sem er fyrir bak við og gert áras, mjög hentugt!
Drekar umskipti: Ég er bara með einn galdur til þess en ég er á þeim kafla til að fá upplýsingar um drekanna.
Söguþráðurinn er mjög góður og heldur mann við efnið.
Ef þið viljið kíkja á þetta betur þá getið þið fengið betri upplýsingar um hann á gamespot.com
Annars er þetta klassískur RPG leikur sem RPG aðdáendur ættu að kíkja á.
Hann fæst hjá skifunni og kostar bara 3500…