The Longest Journey Ég sótti The Longest Journey Demóið af netinu, og varð alveg heillaður af því (þótt það taki bara u.þ.b. hálftíma að klára það).

The Longest Journey gerist nokkur hundruð ár fram í tímann, og ung stulka, April Ryan að nafni, yfirgefur heimili sitt í mið-ameríku og flytur til stórrar borgar þar sem hún ætlar að stunda listanám. Hún málar myndir, vinnur hlutastarf á litlu kaffihúsi og býr á gistihúsi fyrir listanema. April er líka ofsótt af skrítnum draumum þar sem drekar tala og skrýtnir stormar fullir af myrkri orku ganga yfir.
Gamall maður kannast við drauma April, og veit hvað þeir þýða. En hann getur ekki sagt henni, bara sýnt henni. April, að því er virðist, er mikilvægur hlekkur í raunveruleikanum. Það eru, að því er virðist, tvær Jarðir. Önnur þeirra, okkar, er heimur fullur af rökfræði og vísindum, þar sem galdrar eru bara draumar og ævintýri.
Hin Jörðin, sem kölluð er “Arcadia” af íbúum hennar, er land galdra og andlegrar viðleitni.

Þannig hljómar söguþráðurinn í leiknum, að því að ég hef lesið. Leikurinn er í þrívídd og spilast svipað og Curse of Monkey Island (Monkey Island 3).

En ég er alveg foxillur, því að það er hvergi hér á landi hægt að nálgast þennan leik. Ég skora á þá sem að einhver sambönd hafa til þess að reyna að fá þennan leik til landsins í nokkrum tugum eintaka, því hér er á ferðinni frábær leikur með gríðargóða sögu. Hann hefur fengið háar einkunnir, bæði í Evrópu sem og í Bandaríkjunum, og kemur frá hinu norksa fyrirtæki FunCom, sem að einnig hannaði Anarchy Online.