
“Eins og allir aðrir eru Simsarnir í leit að ást og umhyggju”, segir Tim LeTourneau, framleiðandi hjá Maxis(TM) studio. “Hot Date gerir Simsunum kleift að upplifa upp og niður sveiflur í ástarlífinu.”
Leikmenn fá tækifæri á að bjóða hvoröðrum út, eða prófa lukkuna í einkamáladálkum eða “dating” þjónustum. Undirbúðu stefnumót með öðrum Simsum og hittist á spennandi og rómantískum stöðum í miðbænum sem þú sjálfur getur búið til. Bjóddu elskunni í hádegismat, kvöldmat með kertaljósum, drykk á barnum eða bara í göngutúr í næsta skemmtigarði.
Síðan þegar Simsarnir hafa fundið ástarneistann, koma uppá yfirborðið sameiginleg og ný áhugamál og efni sem halda samtölum gangandi, og vonandi verður neistinn að báli. Nú geta Simsarnir daðrað, haldist í hendur og gefið hvort öðru auga. Og ef kvöldið hefur verið vel heppnað er aldrei að vita nema að maður verði kysstur góða nótt eða kannski eitthvað meira….
Það er ekki nóg með að þú getir farið á stefnumót með öllum þeim Simsum sem þú hefur búið til, heldur er aukadiskurinn fullur af nýjum karakterum. Nöfn þeirra ættu að segja allt sem segja þarf um þá…; The Jock, Femme Fatale, Mr. Medallion og Blonde Bombshell. Meira en 100 nýjir hlutir eru í leiknum og eru þar á meðal nestiskarfa, kelusófi og hjartalaga baðkar. Finndu draumafélagann fyrir Simsann þinn…
The Sims hefur selst í meira en 4 milljónum eintaka um allan heim og er meðal mestseldu PC leikja allra tíma.