Startopia PC  fær toppdóma Startopia leikurinn er algjör ás. Gerður af MuckyFoot fyrirtækinu sem samanstendur af fyrrverandi starfsmönnum Bullfrog og sést það greinilega. Startopia hefði allt eins geta heitið Theme Space, því leikurinn svipar mikið til Theme Hospital, Theme Park og kannski ekki síst Dungeon Keeper 2.

Öflugar og árásagjarnar geimverur hafa staðið í stríði í langan tíma, en nú er stríðinu lokið, en geimstöðvarnar og pláneturnar sem voru í blóma fyrir stríðið eru nú rústir einar.

Það er þitt hlutverk síðan að skipuleggja endurbyggingu geimstöðvanna og verður sú endurbygging að standast kröfur hinna ýmsu tegunda geimvera.

Í “single-player” fær maður hin ýmsu verkefni og sem dæmi um slík verkefni má nefna að maður þarf að byggja upp geimstöð á mismunandi vegu, safna ákveðið mikið af peningum, rækta ákveðnar plöntur, gera árás á hinar geimverurnar og svo framvegis.

Hver geimstöð skiptist upp í þrjár hæðir. Á fyrstu hæðinni byggir maður upp nauðsynlegar byggingar s.s. Íbúðarhús, samskiptagræjur (notaðar til að ná sambandi við kaupsýslumenn sem vilja selja eða kaupa af þér vörur), spítala (til að lækna særða hermenn), rannsóknarstofur (til að finna upp allskyns stöff), Docking stöðvar (svo fólk og geimskip geti komið að stöðinni) og margt fleira. Á annarri hæðinni byggir maður allskyns dægradvöl s.s. bari, veitingahús, ástarþjónustu, verslanir, hótel o.s.frv. Þriðja hæðin er svo sú hæð þar sem maður ræktar allskyns plöntur sem síðar geta orðið að matvælum, lyfjum, eiturlyfjum og fleiru. Á þessari hæð getur maður skapað landslagið eins og maður vill. Hægt er að hækka landslægið eða lækka, setja á það meiri sól eða minni, meiri rigningu eða minni og skapa þannig hinar mismunandi aðstæður fyrir hinar mismunandi plöntur. Það er ótrúlega gaman að setja upp umhverfið á þessari hæð.

Um stöðina flakka svo bæði íbúar hennar og gestir. Það eru 9 mismunandi gerðir geimvera og hefur hver þeirra sínar þarfir og áhuga. Passa verður vel að gera öllum til hæfis, annars hverfa íbúarnir og gestirnir einn af öðrum. Munurinn á íbúum og gestum er sá að íbúar borga ekki fyrir þjónustu í geimstöðinni s.s. salernisaðstöðu, mat, gistinug o.s.frv, en gestir borga fyrir alla slíka þjónustu og það er þitt hlutverk að finna út hversu mikið þú getur rukkað gestina.

Leikuirnn hefur í allt meira en 40 mismunandi tegundir af byggingum. Leikinn er hægt að spila í multiplayer og geta 4 spilað í einu. Einnig er hægt að spila “sandbox mode” í “single-player”, en þar fær maður að spila eins og maður vill án þess að hafa neinar sérstakar fyrirskipanir.

Fjöldi atburða koma uppá í leiknum, maður þarf til dæmis að standa í að kaupa og selja vörur til að græða pening, einnig getur maður tekið þátt í uppboðum um ýmsar vörur og keppir maður þá við hinar geimverurnar að bjóða í hlutina. Passa verður að hafa hreint í stöðinni, því annars koma rottur og þá fara íbúarnir og gestirnir að hugsa sér til hreyfings.

En þegar öllu er á botnin hvolft þá er Startopia frábær leikur sem gleður aðdáendur Theme og Dungeon Keeper leikjanna. Sem sagt algjör snilld !!!

9/10

“Make no mistake, this is a very special game indeed.”

- 9/10 Gameplay