F.E.A.R leikur sem fær þig til að bleyta buxurnar Ákvað að kíkja yfir það nýjasta nýtt í leikjabransanum og fyrir valinu var leikurinn F.E.A.R.

Söguþráðurinn byggist á því að hópur sérsveitamanna er sendur inn í byggingu sem tekin var yfir af dularfullum hóp sérþjálfaðra manna sem tóku fólkið sem í þessari byggingu vann í gíslingu. Bregður þú þér í líki eins sérsveitarmannsins sem á að ráðast inn í bygginguna og bjarga fólkinu, en þó er ekki allt sem sýnist…..

Því í þessari byggingu fara undarlegir hlutir að gerast, fólk fer að breytast í uppvakninga og önnur fyrirbæri sem hinum meðaljón hafði aldrei órað fyrir. Heldur þessi leikur þér á tánum allan tímann, og því er gott að reiða sig á þau vopn sem í boði eru.

Þar má nefna naglabyssu sem festir þann sem á vegi verður við vegg eða annan hlut sem í nágrenni er og þar með er hægt að negla andstæðinginn við næsta vegg. Ber líka að nefna handsprengjur, haglara, sprengjuvörpu sem skotið getur 3 skotum á 3 sek millikafla í einu, skammbyssum sem gott er að grípa í, plasma riffils, og svo má lengi telja.

Er þessi leikur líka með smá ,,Matrix'' brellur í sér, þar sem að þú getur við góðar aðstæður í byssubardaga hægt á umhverfi þínu og þar með átt meiri möguleika á að koma óvini þínum á óvart.

Fjölspilunarkerfi leiksins (Multiplayer-Mode) er mjög nýtískulegt þar sem hægt er að velja milli deathmatch,Co-Op,Capture the flag, og team deathmatch. Það sem gerir leikinn þó meira spennandi er það, að einn leikmaður getur fundið ,,item'' eða hlut sem gerir honum einum kleift að hægja á umhverfi sínu, og þar með hefur hann smá forskot á hina keppinauta sína :)

Fannst vert að benda ykkur hugurum á þennan leik og ef þið viljið vita meira um leikinn, þá er vefsíða leiksins hér:

http://whatisfear.com