
Nú geta eigendur Game Boy Advance spilað gamla PC leikinn Doom í fullkominn útgáfu. Game Boy Advance útgáfan nær að endurskapa upplifunina við að spila Doom eins of við þekkjum hann á PC. Leikurinn verður bannaður innan 15 samkvæmt staðli ELSPA.
“DOOM var tímamótaleikur á PC og nú er hann mættur á nýjan leik til að breyta landslaginu í “mobile” leikjum,” segir Todd Hollenshead, CEO, id Software. “Aðdáendur DOOM geta tekið gleði sýna á ný – ef þið hélduð að fyrsti leikurinn hafi verið martröð líkastur, ímyndið ykkur þá að hafa öll kvikindin í leiknum í vasanum á öllum stundum.”
DOOM fyrir Game Boy Advance etur leikmanninum gegn “cyber-organic” kvikindum og djöflum sem hingað til hafa aðeins birst í martröðum. Leikurinn inniheldur 24 borð í fullri þrívídd. Leikmaður getur valið um 8 vopn.
En DOOM var einnig þekktur fyrir “multiplayer” og þeirri hefð er haldið á lofti í þessari Game Boy Advance útgáfu. 2 til 4 leikmenn geta spilað saman í klassískum DOOM Deathmatch og notað til þess öll “single-player” borðin eða eitthvert af hinum 8 borðum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir “multiplayer”. En ekki nóg með það, því einnig geta 2 leikmenn snúið bökum saman og klárað “single-player” leikinn í sérstöku “Cooperative mode”.